fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Fundu lík 3 ára stúlku í steypu og lík bróður hennar í ferðatösku

Pressan
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 22:30

Jesus og Yesenia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina voru Corena Rose Minjarez, 36 ára, og Jesus Dominguez, 35 ára, handtekin í Pueblo í Colorado í Bandaríkjunum. Þau eru grunuð um að hafa myrt tvö ung börn Jesus.

Systkinin Jesus Jr, fimm ára, og Yesenia Dominguez, þriggja ára, sáust síðast á lífi sumarið 2018. Lögreglan hafði leitað þeirra síðan en það var ekki fyrr en nýlega sem leitin bar árangur.

Þá fannst lík Yesenia í steypuklumpi sem var geymdur í geymslu. Lík Jesus fannst í ferðatösku sem var í skotti bíls sem komið var með í brotajárnsvinnslu.

Fyrir aðeins viku sagði talsmaður lögreglunnar í Pueblo að ekkert hefði spurst til systkinanna síðan í júlí 2018.

Lík Yesenia fannst þegar eitt rýmið í Kings Storage var tæmt þann 20. janúar síðastliðinn vegna þess að leigan hafði ekki verið greidd. Gámur, fullur af steypu, var í rýminu og fannst lík Yesenia í steypunni.

Lögreglan yfirheyrði Dominguez og Minjarez í lok janúar.

Þann 6. febrúar leiddi rannsóknin lögregluna að brotajárnsvinnslu einni þar sem bíll, sem Minjarez hafði átt, hafði verið skilinn eftir. Lík Jesus Jr fannst í ferðatösku sem var í skotti bifreiðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?