fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Íbúar á hjúkrunarheimili sagðir í öngum sínum eftir að í ljós kom hver sendi þeim Valentínusarkort

Pressan
Föstudaginn 16. febrúar 2024 17:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Wikimedia Commons-Teri Jacobs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur íbúa á hjúkrunarheimili í Bretlandi eru bálreiðir eftir að fólkið fékk kort í tilefni Valentínusardagsins, 14. febrúar síðastliðinn, frá útfararstofu. Sumir íbúanna eru sagðir í öngum sínum yfir uppátækinu. Aðstandendur segja að um hneykslanlegu auglýsingrabrellu hafi verið að ræða hjá útfararstofunni.

Stjórnendur heimilisins sem er staðsett í Surrey munu hafa tekið vel í sendinguna og veitt leyfi fyrir henni

Útfararstofan segist nú hafa séð að sér og að þessi tilraun til að afla nýrra viðskiptavina hafi verið óviðeigandi.

Kortin voru hvít með bleiku hjarta og bleikri slaufu framan á.

Aðstandendur íbúanna eru margir hverjir bálreiðir og hafa hótað að flytja ástvini sína á önnur hjúkrunarheimili.

Stjórnendur hjúkrunarheimilisins virðast þó ekki sjá neitt að þessu og þökkuðu útfararstofunni kærlega fyrir sendinguna. Þeir segja útfararstofuna hafa gefið íbúum reglulega gjafir eins og t.d. teppi, sælgæti, og fræ til að gróðursetja. Þetta hafi veitt íbúunum gleði sem séu þakklátir fyrir gjafirnar. Fullyrt er að íbúarnir hafi verið afar ánægðir með Valentínusarkortin.

Aðstanendur andmæla því hins vegar. Sonur konu sem er einn íbúanna segist ætla að flytja móður sína annað. Hann segir að fjölkyldunni hafi tekist að fela kortið áður en móðir hans gat lesið hver sendi það og segist vera viss um að það hefði verið henni mikið áfall. Hann segir það algjört hneyskli að útfararstofa skuli herja á þann viðkvæma hóp sem svo aldrað fólk sé, með þessum hætti, til að afla nýrra viðskiptavina.

Talsmaður fyrirtækisins sem á hjúkrunarheimilið virtist hins vegar ekki vera sammála stjórnendum heimilsins og segir að fyrirtækið iðrist þess að hafa valdið íbúunum hugarangri.

Daily Mail greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist