fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Sláandi niðurstöður vísindamanna sem fylgdust með ferðum 20 ísbjarna

Pressan
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 08:48

Ísb. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífsbaráttan hjá ísbjörnum á norðurhveli jarðar getur verið býsna strembin ef marka má niðurstöður vísindamanna sem komu fyrir staðsetningarbúnaði og myndavélum á um tuttugu ísbjörnum sem hafast við úti fyrir ströndum Manitoba í Kanada.

Fylgst var með ferðum bjarndýranna á árunum 2019 til 2022 og var markmiðið að sjá hvernig dýrunum reiðir af í sífellt erfiðari aðstæðum vegna hlýnunar jarðar. Talið er að um 26.000 ísbirnir séu til í heiminum í dag.

Niðurstöður vísindamannanna birtust í tímaritinu Nature Communications og er óumdeilt að talsverðar breytingar hafa orðið á lífi ísbjarna á síðustu áratugum.

Áður fyrr gátu ísbirnir gengið yfir frosna íshelluna yfir vetrartímann í leit að fæði, einkum selum.

Yfir sumarmánuðina minnkar íshellan og þá hefur getur lífsbaráttan orðið erfiðari hjá dýrunum sem þurfa þá að leggja á sig talsvert ferðalag á sundi. Hlýnun jarðar hefur gert það að verkum að þessi tímabil eru sífellt að lengjast og eru ísbirnir í auknum mæli farnir að leita eftir æti á landi af þessum sökum.

Eru dæmi um birnur með húna sem geta illa framleitt mjólk fyrir afkvæmi sín vegna fæðuskorts. Þá leggi dýrin á sig fleiri kílómetra ferðalög eftir að hafa ekki borðað dögum saman.

Bandaríski líffræðingurinn Anthony Pagano fór fyrir rannsókninni og segir hann að ísbirnir séu klókar skepnur sem geti aðlagast breyttum veruleika og þá hafi þeir gert að einhverju leyti. Það séu þó ekki endilega góð tíðindi að ísbirnir leiti upp á land – og jafnvel í byggð – eftir fæði enda ójafn leikur komist mannskepnan í návígi við hungraðan ísbjörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“