fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Fáum við nýjar upplýsingar í máli Madeleine McCann á morgun?

Pressan
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun hefjast réttarhöld í máli 47 ára Þjóðverja sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn fimm einstaklingum, þrjár nauðganir og tvö brot gegn börnum. Hinn ákærði í málinu heitir Christian Brückner og er hinn sami og talinn er hafa numið Madeleine McCann á brott árið 2007 og myrt hana.

Réttarhöldin fara fram í þýsku borginni Braunschweig og hefur fjöldi blaðamanna, meðal annars frá Bretlandi, boðað komu sína. Frá þessu skýrir þýska vefritið Focus.

Þetta er í fyrsta sinn sem Christian kemur fyrir sjónir almennings, ef svo má segja, frá því að hann var opinberaður árið 2020 sem hinn grunaði í hvarfi Madeleine í Portúgal fyrir 17 árum.

Christian þessi situr þegar í fangelsi vegna nauðgunar sem hann framdi á Algarve árið 2005, en Madeleine var einmitt stödd í sumarleyfi með fjölskyldu sinni á sama svæði þegar hún hvarf.

Brotin sem hann er nú ákærður fyrir eru sögð hafa átt sér stað í Portúgal á árunum 2000 til 2017 og komust upp þegar augu lögreglu fóru að beinast að honum í tengslum við rannsóknina á hvarfi Madeleine. Er jafnvel vonast til þess að einhverjar upplýsingar um Madeleine kunni að koma fram í yfirvofandi réttarhöldum.

Saksóknarar í Þýskalandi blésu til blaðamannafundar árið 2020 þar sem fram kom að Christian væri grunaður um að hafa numið Madeleine á brott og gengið væri út frá því að hún hefði verið myrt. Enn sem komið er hefur Madeleine ekki fundist og Christian ekki verið ákærður fyrir aðild að hvarfi hennar. Það kann þó að breytast og heldur lögreglan í þá von að það muni takast fyrr en síðar.

Í umfjöllun Focus kemur fram að tveir Þjóðverjar muni bera vitni í þeim anga málsins sem snýr að tveimur nauðgunum sem áttu sér stað á Algarve. Er vonast til þess að þessi vitnisburður þeirra geti hugsanlega varpað frekara ljósi á hvarf Madeleine.

Annað þessara vitna er fyrrverandi unnusta Christians, Helge B. Hún hefur sagt að Christian hafi opnað sig um hvarf Madeleine árið 2008 og lýst því að hún hafi „ekkert öskrað“.

Christian var búsettur á Algarve á árunum 1995 til 2010 þar sem hann vann við hin ýmsu störf en stundaði einnig innbrot og þjófnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn