fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Lögreglumenn grunaðir um að gabba kollega sína ítrekað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 22:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Wikimedia Commons-Raymond Wambsgans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír lögreglumenn í Suður Karólínu í Bandaríkjunum hafa verið handteknir eftir að þeir tilkynntu að tilefnislausu, í alls fjórum smábæjum í ríkinu, um að þeir hefðu fundið lík.

CBS greinir frá þessu.

Lögreglumennirnir hafa verið ákærðir fyrir meðal annars óviðeigandi hegðun í starfi, samsæri um að fremja glæpsamlegt athæfi og óspektir. Þeir eru allir karlkyns og á þrítugsaldri.

Mennirnir hringdu alls fimm símtöl, á einum degi nánar tiltekið 4. febrúar síðastliðinn, í bæjunum fjórum og tilkynntu um líkfund. Annaðhvort hringdu þeir í verslanir í viðkomandi bæ eða í lögregluna. Allir bæirnir eru í umdæmi lögregluembættisins sem mennirnir starfa hjá.

Í hvert sinn kom lögreglan ásamt öðrum viðbragðsaðilum á vettvang en alltaf var niðurstaðan sú sama. Símtalið var gabb.

Ekki kemur fram hvað lögreglumönnunum gekk til með þessu athæfi sínu.

Embætti á vegum Suður Karólínu ríkis hefur málið til rannsóknar. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort lögreglumönnunum hefur verið sagt upp störfum.

Íbúi í umdæminu segir það óneitanlega nokkuð sérstakt að lögreglumenn skuli hafa hagað sér með slíkum hætti. Það komi fyrir að meint neyðarsímtöl reynist vera gabb en almennt búist fólk ekki við því að lögreglumenn standi á bak við símtöl af því tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði