fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

James Webb geimsjónaukinn fann „vöggustofu“ 500.000 stjarna í hjarta Vetrarbrautarinnar

Pressan
Laugardaginn 10. febrúar 2024 15:30

Hér sjást stjörnurnar. Mynd:NASA, ESA, CSA, STScI, Samuel Crowe (UVA)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mögnuð ný mynd, sem var tekin með James Webb geimsjónaukanum, af svæði nærri hjarta Vetrarbrautarinnar, þar sem svarthol er, sýnir að þar eru mörg hundruð þúsund nýjar stjörnur.

Á myndinni sést að á svæðinu eru um 500.000 stjörnur, þar á meðal þéttar þyrpingar nýrra stjarna. Bandaríska geimferðastofnunin NASA lýsir þessu sem „öfgafullu umhverfi“ nærri hjarta Vetrarbrautarinnar.

Svæðið, sem heitir Sagittarius C, er um 300 ljósár frá ofurmassamiklu svartholi sem er í miðju Vetrarbrautarinnar. Þetta svæði er þekkt fyrir að þar verða stjörnur til.

Rauðgulu svæðin á myndinni eru þyrpingar frumstjarna, bláu svæðin eru áður óséð svæði jónaðs vetnisgass en þar er eitthvað sem líkist nálum og vita vísindamenn ekki með vissu hvað það er. Þetta er upplýst með útfjólubláu ljósi frá massamiklum ungum stjörnum. Þetta svæði er um 50 ljósár á breidd en það er tíföld vegalengdin á milli sólarinnar okkar og Proxima Centauri, sem er næsta stjarna við sólina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök