fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Hylmdi lögreglustjórinn yfir með Heuermann – Kona greinir frá ógnvekjandi partý með meintum raðmorðingja og gjörspilltum lögreglumanni

Pressan
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 19:30

Rex Heuermann er grunaður um hræðileg myrkraverk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum lögreglustjórinn á Long Island, James Burke, er sagður hafa djammað með meinta raðmorðingjanum Rex Heuermann fyrir áratugum síðar. Meint partý mun hafa farið fram á móteli nokkru og mun enginn skortur hafa verið þar á ólöglegum vímugjöfum.

Þetta kom fram á blaðamannafundi lögmannsins umdeilda John Ray á þriðjudaginn, en Ray þessi gætir hagsmuna aðstandenda kvenna sem fundust látnar á Gilgo-ströndinni. Rex Heuermann hefur verið ákærður fyrir að bana fjórum konum sem fundust látnar á svipuðum slóðum, en allt í allt fundust líkamsleifar 11 einstaklinga á svæðinu. Hafði þeim fjórum sem Heuermann er sakaður um að hafa banað, verið myrtar með sambærilegum hætti en hin látnu hlutu önnur örlög, höfðu ýmist verið bútuð niður eða mögulega látist af slysförum.

Tengsl morðingja og lögreglustjóra?

Ray berst fyrir því að Heuermann verði gerður að sakborningi í andláti allra Gilgo-fórnarlambanna, enda liggi beinast við að einn og sami raðmorðinginn hafi losað sig við lík á þessum stað, frekar en að tveir raðmorðingjar hafi fyrir tilviljun ákveðið að notast við sama staðinn.

Á fyrrnefndum fundi lagði Ray fram eiðsvarnar yfirlýsingar nokkurra kvenna sem sögðust hafa átt ógnvekjandi kynni af Heuermann í gegnum tíðina. Ein þeirra sagðist hafa hitt Heuermann í partý sem var haldið af þáverandi lögregluþjóninum James Burke, en sá átti síðar eftir að klífa metorðastigann. Burke var ráðinn sem lögreglustjóri árið 2012 en var rekinn úr starfi með skömm eftir að hann hafði vikið sér að sakborningi, sem var grunaður um að stela kynlífstækjum úr bíl lögreglustjórans, með hrottalegu ofbeldi.

Burke er talinn bera ábyrgð á spillingarmenningu innan umdæmis lögreglu í Long Island og hann hafi beitt sér gegn rannsókn Gilgo-morðanna til að hylma yfir sín eigin brot – að neyta fíkniefna, niðurlægja vændiskonur og halda vafasöm partý.

Ógnvekjandi Heuermann

Konan sem gaf yfirlýsinguna segist hafa strokið að heiman 16 ára gömul og dag einn hafi henni verið boðið í partý á móteli. Þar á herbergi hitti hún fyrir hóp karlmanna sem voru að drekka óhóflega.

„Það var annar hvítur maður þarna. Hann var hrókur alls fagnaðar og talaði við alla. Hann reyndi að sannfæra mig um að verða reið út í kærasta minn sem var ekki á svæðinu. Þessi líflegi maður var James Burke. Einhver í partýinu sagði mér að hann væri lögga sem og enn annar úr hópnum.“

Burke var með krakkpípu sem hann bauð öðrum að fá sér af. Hann hafi gengið hart að henni að fá sér og orðið reiður þegar hún neitaði. Svo hafi einhver bankað á dyrnar og var það risastór maður sem hún telur hafa verið Heuermann.

Hún hafi orðið hrætt og reynt að yfirgefa gleðskapinn en Burke meinað henni útgöngu. Þegar hún komst loks út hitti hún Heuermann.

„Hann var góður við mig. Hann virtist frekar lúðalegur. Mér fannst ég getað slakað á. Ég spurði hann hvaðan hann væri og hann sagðist þekkja Burke frá Long Island enn þeir ættu það sameiginlegt að hafa gaman að því að djamma. Þegar þeir vildu hittast þá segðu þeir konum sínum að þeir væru að fara í vinnuferðir. Hann sagðist vera fráskilinn og að hann ætti bílasölu.“

Var maðkur í mysu?

Hún hafi þá sagt brandara um að eigandi bílasölu þyrfti varla að fara í vinnuferðir. Heuermann fannst það ekki fyndið.

„Hann fór að horfa á mig eins og hann væri reiður. Ég sagðist ætla í herbergið mitt til að sækja sígarettur og ætlaði að ganga framhjá honum. Hann stóð þá upp og tók utan um mig og þvingaði mig í átt að hurðinni á mótelinu. Þarna stóð hann þétt uppi að mér og ég horfði upp og sá að hann var virkilega hávaxinn. Ég stundi upp að hann væri risi, og ég sá að hann var ánægður með hvað það kom mér á óvart. Ég reyndi að slá á létta strengi en hann var áfram alvarlegur. Ég vildi ekki fyrir nokkuð fara aftur þangað inn.“

Heuermann hafi hætt að vera blíður og ákvað konan að forða sé. Svo seinasta sumar eftir að Heuermann var handtekinn, þekkti hún hann strax aftur frá þessum fundi þeirra fyrir áratugum síðan.

Lögmaðurinn John Ray segist deila þessari frásögn til að benda á möguleikann á að rannsókn Gilgo-morðanna hafi verið óásættanleg. Þáverandi lögreglustjóri hafi verið kunningi Heuermann og reynt að spilla hagsmunum rannsóknarinnar.

Lögreglumaður sem starfaði með Burke á árum áður segir að lögreglustjórinn fyrrverandi hafi haft myrkar kenndir og meðal annars reynt að verða sér úti um svokallaðar snuff-myndir, en um er að ræða myndir sem sýna raunverulegar pyntingar og morð í eins konar klámbúningi. Rétt áður en Burke var skipaður lögreglustjóri tóku nokkrir kollegar hans sig saman og skrifuðu nafnlaust bréf til yfirvalda til að vara við Burke og brotum hans.

Kom þar fram að Burke væri vændiskaupandi, hann hótaði undirmönnum og hafi jafnvel hlotið áminningu í starfi fyrir að hafa samfarir við vændiskonu í lögreglubifreið á vakt. Þetta væri maður sem ætti aldrei að hleypa í stöðu þar sem valdbeiting er leyfileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Í gær

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol