fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Pressan
Mánudaginn 9. desember 2024 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppreisnarmenn sem náð hafa völdum í Sýrlandi eru nú sagðir vinna að því í kappi við tímann að bjarga þúsundum fanga sem sitja í neðanjarðarfangelsi í höfuðborginni Damaskus.

Eins og greint var frá um helgina hefur uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham náð völdum í Sýrlandi og er forsetinn Bashar al-Assad flúinn land og kominn til Moskvu.

Sýrlandsstjórn er talin hafa fangelsað þúsundir manna í Saydnaya-fangelsinu en undir því munu vera fjölmargir fangaklefar og hvelfingar sem geyma fanga. Hafa viðbragðsaðilar áhyggjur af því að þeir sem þar dvelja gætu hreinlega kafnað ef þeim verður ekki komið til bjargar.

Talið er að í umræddu fangelsi hafi pyntingar og aftökur farið fram á undanförnum árum.

Hvítu hjálmarnir, mannúðar- og björgunarsamtök sem stofnuð voru árið 2013, hafa sent fjölmennt lið á svæðið en samtökin greindu frá því á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að hvelfingar undir fangelsinu séu harðlæstar og það þurfi þar til gerðan búnað til að opna þær. Óvíst er hversu margir dvelja í neðanjarðarhvelfingunum en talið er að þeir séu mögulega nokkur þúsund.

Mannréttindasamtökin Amnesty International segir að fjölmargir hafi verið teknir af lífi í Saydnaya á undanförnum árum, eða allt að 13 þúsund á árunum 2011 til 2016 þegar borgarastyrjöldin í landinu stóð sem hæst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun