fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Pressan
Mánudaginn 9. desember 2024 06:30

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadískur maður hlaut alvarlega áverka á handlegg og fótum eftir að hafa tekist á við ísbjörn sem hafði ráðist á konuna hans.

Þetta átti sér stað í Fort Seven í Ontario í Kanada í síðustu viku. Hjónin fór út úr húsi sínu um klukkan 5 að morgni þriðjudags til að leita að hundunum sínum. Þau sáu þá ísbjörn í innkeyrslunni. Hann gerði sér þá lítið fyrir og réðst á konuna.

Maðurinn brást við þessu með því að stökkva á ísbjörninn til að reyna að koma í veg fyrir að hann réðist á konuna. Ísbjörninn snéri sér þá að manninum og veitti honum áverka á handlegg og fætur. Þeir eru þó ekki lífshættulegir og reikna læknar með að hann nái sér að fullu.

Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá hafi nágranni komið aðvífandi með skotvopn og hafi hann skotið björninn nokkrum skotum. Björninn hörfaði þá inn í skóglendi þar sem hann drapst síðan af völdum áverka sinna.

Sjaldgæft er að ísbirnir ráðist á fólk. Í ágúst urðu tveir ísbirnir starfsmanni í afskekktri ratsjárstöð að bana.

Í rannsókn sem Alaska Science Center gerði 2017 kemur fram að 73 árásir ísbjarna á fólk hafi verið skráðar frá 1870 til 2014. 20 manns létust í þessum árásum en þær áttu sér stað í Kanada, Grænlandi, Noregi, Rússlandi og Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun