fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Pressan
Mánudaginn 9. desember 2024 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna að nýju fór ógnvekjandi bylgja af stað á samfélagsmiðlum. Þar var konum tilkynnt að nú hefðu þær ekki lengur vald yfir eigin líkama heldur væri valdið í höndum karlmanna.

Bylgjuna má rekja til nýnasistans Nicholas J. Fuentes sem er stuðningsmaður Trump og þekkt nettröll. Fuentes elskar að vera stuðandi og eftir að Trump var kjörinn birti hann myndband þar sem hann tilkynnti konum að þær hefðu ekki lengur sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. „Þinn líkami, mitt val,“ sagði Fuentes og vísaði þar til baráttunnar fyrir þungunarrofi. Baráttufólk fyrir þungunarrofi talar gjarnan um sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Þeirra líkami, þeirra val.

Orð Fuentes voru notuð til að ógna konum á netinu. Konum var hótað kynferðisbroti, þeim sagt að þær yrðu reknar aftur inn í eldhús, þeim yrði bannað að skilja við eiginmenn sína og þær yrðu þvingaðar til að eignast börn. Þetta varð til þess að konur ákváðu að svara fyrir sig og birtu baráttukonur persónuupplýsingar um Fuentes á netinu, meðal annars heimilisfang hans. „Þitt hús, okkar val“

Sumar konur gerðu sér ferð að heimili hans til að reyna að ná tali af Fuentes. Þetta varð til þess að Fuentes var handtekinn. 57 ára kona hringdi dyrabjöllunni hjá honum og hann mætti til dyra með piparúða og spreyjaði án þess að konan hefði ógnað honum með nokkrum hætti. Hann hrinti henni sömuleiðis niður stiga.

Konan, Marla Rose, segir í samtali við fjölmiðla að hún hafi aðeins ætlað að spyrja hvers vegna Fuentes leyfi sér að tala með þessum hætti til kvenna. Hún hafi ekki búist við þessum viðbrögðum enda 30 árum eldri en hann og aðeins um 150 cm á hæð. Hún ætlar að stefna honum í einkamáli og krefjast bóta. Lögreglan hefur ákært hann fyrir líkamsárás.

Fuentes var í kjölfarið handtekinn og sagði þá lögreglu að hann hefði óttast um líf sitt enda fengið mikið af líflátshótunum frá konum síðan hann birti umdeilda myndbandið. Eftir að honum var sleppt úr haldi gerði hann þó grín að handtökunni og fór að selja varning með myndinni sem lögreglan tók af honum. Fuentes heldur því fram að hann hafi aðeins verið að grínast með myndbandi sínu en konur hafi tekið því alltof alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun