fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Pressan
Laugardaginn 7. desember 2024 13:30

Chris Hemsworth er einn þekktasti leikari samtímans. Hann gerir ýmislegt til að koma í veg fyrir að hann þrói með sér heilabilun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú atriði eru talin skipta lykilmáli þegar kemur að því að verjast heilabilun þegar aldurinn færist yfir. Samanburðarrannsókn vísindamanna á 30 þúsund einstaklingum, 60 ára og eldri, leiðir þetta í ljós.

Að eiga sér fá áhugamál, glíma við offitu og vera í mikilli kyrrsetu eru þau þrjú atriði sem talin eru spá best fyrir um þá sem þróa með sér heilabilun. Er þá átt við þá sjúkdóma sem hafa áhrif á heilastarfsemina þar sem Alzheimer-sjúkdómurinn er algengasta formið.

Rannsóknin var gerð í Bandaríkjunum af RAND-samtökunum og leiðir hún í ljós að til að minnka líkurnar á heilabilun, til dæmis þegar hætt er að vinna, sé gott að hafa áhugamál til að stunda, hreyfa sig reglulega – til dæmis með göngutúrum – og passa upp á mataræðið.

Peter Hudomiet, hagfræðingur sem leiddi rannsóknina, segir að þessi þrjú atriði vegi þyngra en önnur atriði eins og til dæmis reykingar.

Í umfjöllun Mail Online, sem fjallar um rannsóknina, er bent á að leikarinn heimsfrægi Chris Hemsworth hafi komist að því að hann beri gen sem auki líkurnar á að hann þrói með sér heilabilun. Til að minnka líkurnar á að hann þrói með sér heilabilun stundi hann mjög reglulega hreyfingu, hugleiðslu og passi vel upp á svefn og næringu.

Er bent á það í rannsókninni að það sé gagnlegt að fólk geri sér grein fyrir því hvað það getur gert sjálft til að takmarka líkurnar á sjúkdómum sem tengjast heilabilun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Pressan
Í gær

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“
Pressan
Í gær

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni