fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Pressan
Laugardaginn 7. desember 2024 14:30

Hversu oft skiptir þú á rúminu þínu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft á að skipta á rúminu? Þetta er spurning sem margir spyrja sig og reyna jafnvel að koma með svar sem þýðir að það líði langur tími á milli, því það er nú ekki mjög skemmtilegt að skipta á rúminu.

En svarið er að lífsstíll þinn og persónulegar venjur skipta máli en um leið eru nokkur almenn viðmið sem er gott að hafa í huga því þau hjálpa til við að tryggja heilbrigt og ferskt svefnumhverfi.

Sérfræðingar segja að það sé góð þumalfingurregla að skipta á rúmunum á fjórtán daga fresti. Þetta er nóg fyrir þá sem svitna ekki mjög mikið eða hafa ekki verið veikir.

En ef þú svitnar mikið, hefur verið veik(ur) eða stundað mikla hreyfingu, þá getur verið nauðsynlegt að skipta á rúminu vikulega til að draga úr fjölda baktería í sængurfatnaðinum og um leið lykt og til að gera út af við rykmaura.

Michael René, þrifasérfræðingur, segir að margar dauðar húðfrumur detti af líkamanum á tveimur vikum. Þær eru veislufæði fyrir rykmaura en þeir geta valdið ofnæmi hjá fólki. Þess utan losnar prótín og fita af líkamanum og endar í rúmfötunum. Það getur gert að verkum að með tímanum kemur vond lykt af þeim.

Hann segir jafnframt að einföld aðferð til að taka stöðuna á rúmfötunum sé bara að stinga nefinu niður í þau. Ef lyktin er ekki fersk, þá er kominn tími til að skipta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Í gær

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast