Lausn hennar felst ekki í flóknum matarkúrum eða dýrum fæðubótarefnum. Kathleen, sem fæddist 1919 í Brixton á Bretlandi, hefur lifað góðu og ánægjulegu lífi. Hún hefur alltaf verið sjálfstæð og lífsglöð.
En lykillinn að langlífinu er að hennar sögn að hún hefur alltaf verið einhleyp og þess utan drekkur hún Guinness bjór.
Hún bjó árum saman í Lundúnum þar sem hún starfaði sem endurskoðandi. Í frítímanum dansaði hún mikið í Covent Garden og sótti óperur og ballett. Nú býr hún á dvalarheimili aldraðra þar sem vinir og starfsfólk héldu upp á afmælið hennar með því að skála í Guinness.
Hún sagði að mikilvægasti þátturinn í langlífi hennar sé að hún hafi ákveðið að vera einhleyp og hafi því ekki þurft að takast á við skyldur hjónabandsins. „Engar hjónabandsskyldur og kaldur Guinness, það er það eina sem þú þarft,“ sagði hún með glettnisglampa í augum.