Michael Sheen, sem lék Andrés prins (son þeirra hjóna) í „A Very Royal Scandal“, sem er aðgengilegt á streymisveitu Amazon, segir að Filippus hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“.
Mirror skýrir frá þessu og segir að Sheen hafi sagt þetta þegar hann kom fram í hlaðvarpinu Leicester Square Theatre. Þar ræddi hann reynslu sína af að leika Andrés prins.
Hann byrjaði síðan að ræða hvernig Andrés hafi „verið neyddur“ til að skilja við Söru Ferguson eftir tíu ára hjónaband.
Sheen sagði að svo virðist sem Filippusi, sem hafi haldið framhjá Elísabetu allt sitt líf, hafi ekki líkað þegar upp komst um framhjáhald Söru og honum hafi þess utan ekki líkað við hana.