Bitcoin er stærsta rafmynt heims og því vel fylgst með gengi hennar.
Sky News segir að gengi hennar hafi byrjað að hækka fyrir mánuði síðan þegar forsetakosningarnar fóru fram í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur gengið hækkað um 45% eða úr um 69.000 dölum.
Sumar af tilnefningum Donald Trump á embættismönnum í ríkisstjórn hans hafa átt hlut að máli varðandi hækkun gengisins. Nú síðast var það tilnefning Paul Atkins sem yfirmanns eftirlitsstofnunarinnar Securities and Exchange Commission.
Atkins hefur ítrekað sagt að of mikið eftirlit sé með fjármálamörkuðum og hefur talað máli rafmynta.