BBC fékk ástralska fyrirtækið Source Certain til að rannsaka tómatvörur. Fyrirtækið sérhæfir sig í að rannsaka uppruna margvíslegra vara, aðallega matvæla.
Fyrirtækið fann 17 vörutegundir sem innihéldu kínverska tómata. 64 vörutegundir voru teknar til rannsóknar en þær eru seldar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi.
Nafnið Antonio Petti kom oft upp í rannsókninni en það forvinnur tómata á Ítalíu. Source Certains segir að fyrirtækið hafi fengið rúmlega 36 milljónir kíló af „tómatpasta“ frá kínverska fyrirtækinu Xinjiang Guannong og dótturfélögum þess á árunum 2020 til 2023.
Í vörum frá leiðandi fyrirtækjum á borð við Mutti og Napolina fundust engin ummerki um kínverska tómata.
Eins og áður sagði þá fundust ummerki um kínverska tómata í 17 vörutegundum, þar af voru 10 frá Antonio Petti.