BBC skýrir frá þessu og segir að þrátt fyrir að bannað sé að veiða og borða sæskjaldbökur, sem eru í útrýmingarhættu, þá líti margir Filippseyingar á þær sem mikið lostæti.
Skjaldbökurnar bera stundum með sér mengaða þörunga sem eru eitraðir fyrir fólk, jafnvel þótt búið sé að elda þá.
Margir hundar, kettir og hænur drápust eftir að hafa fengið hluta af þessari sæskjaldböku.
Hún var notuð í rétt sem heitir adobo en hann er mjög vinsæll á Filippseyjum. Hann samanstendur af kjöti og grænmeti í edik- og sojasósu.
Irene Dillo, talskona yfirvalda, sagði í samtali við BBC að verið sé að rannsaka dánarorsök fólksins. Þess utan verði meira eftirlit með veiðum á sæskjaldbökum í framtíðinni.