fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Pressan

Sprengdu refsirammann í fíkniefnamáli

Pressan
Miðvikudaginn 4. desember 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirréttur í Glostrup í Danmörku var ekki i neinum vafa á mánudaginn þegar kom að því að kveða upp dóm yfir tveimur serbneskum bræðrum sem höfðu verið fundnir sekir um stórfellt fíkniefnasmygl. Þeir voru hvor um sig dæmdir í 20 ára fangelsi og þar með sprengdi dómstóllinn hinn hefðbundna refsiramma í fíkniefnamálum.

Það voru bræðurnir Marin og Milos Miladinovic, sem eru 49 og 40 ára, sem hlutu þessa þungu dóma. Málið er í stærri kantinum því þeir voru fundnir sekir um að hafa selt og dreift að minnsta kosti 849 kílóum af kókaíni og heróíni frá íbúð í Albertslund. Þetta gerðu þeir frá því í september 2019 þar til í apríl 2022.

Lögreglan komst á slóð þeirra þegar hún náði að komast inn á dulkóðuðu skilaboðaveituna SKY-EEC. Bræðurnir, eins og svo margir aðrir glæpamenn, töldu að lögreglan gæti ekki fylgst með því sem fram fór þar en það reyndist örlagaríkur misskilningur hjá þeim.

Þeir geta hins vegar stært sig af að vera fyrstu eiturlyfjasalarnir í Danmörku sem fá 20 ára dóm en það er hámarksrefsingin fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni. Venjulega er refsingin í fíkniefnamálum ekki hærri en 16 ára fangelsi.

Dómstóllinn gerði einnig upptækar eignir að verðmæti sem svarar til um 400 milljóna íslenskra króna en þetta var hluti af ávinningnum af fíkniefnasölunni.

Auk þess að vera sakfelldir fyrir sölu og dreifingu á fíkniefnum, voru þeir fundnir sekir um vörslu fjölda skotvopna. Þar á meðal eru skammbyssa með hljóðdeyfi, tveir M-75m sjálfvirkir rifflar og fjöldi skammbyssa.

Bræðrunum verður vísað úr landi fyrir fullt og allt þegar þeir hafa lokið afplánun dómsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk slétt Marssúkkulaði – Fær bætur

Fékk slétt Marssúkkulaði – Fær bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verðandi yfirmaður bandarískra leyniþjónustustofnana ólst upp í „leyndardómsfullum söfnuði“

Verðandi yfirmaður bandarískra leyniþjónustustofnana ólst upp í „leyndardómsfullum söfnuði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru krabbameinseinkenni sem þú getur uppgötvað þegar þú burstar tennurnar

Þetta eru krabbameinseinkenni sem þú getur uppgötvað þegar þú burstar tennurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að þvo fötin sín?

Hversu oft á að þvo fötin sín?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanleg aðvörun frá mafíunni – Afhöggvið höfuð

Óhugnanleg aðvörun frá mafíunni – Afhöggvið höfuð