fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Jörðin talin hafa gleypt 64 ára ömmu – „Hættum ekki fyrr en við náum henni upp“

Pressan
Miðvikudaginn 4. desember 2024 09:54

Holan er minnst tíu metra djúp.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit lögreglu og viðbragðsaðila að 64 ára konu í Pennsylvaníu hefur engan árangur borið en grunur leikur á að hola (e. sinkhole) sem virðist hafa opnast fyrirvaralaust hafi gleypt hana.

Konan, Elizabeth Pollard, var á ferð í bíl með fimm ára barnabarni sínu á mánudag þar sem hún var að leita að kettinum sínum. Elizabeth brá sér út úr bifreiðinni en skilaði sér ekki til baka.

Steve Limani, lögreglufulltrúi í Marguerite í Pennsylvaníu, segir að við leit lögreglu hafi fundist mjög djúp hola skammt frá bifreið hennar. Telur lögregla að jörðin hafi opnast undir fótum Elizabeth og hún fallið ofan í.

Lögregla telur að holan sé um tíu metra djúp og tengist kolanámu á svæðinu sem var lokað fyrir rúmum 70 árum. Í frétt New York Times kemur fram að holur sem þessar séu algengar á svæðinu.

Slökkviliðsmenn með þar til gerðan búnað hafa unnið á svæðinu við að reyna að finna Elizabeth en enn sem komið er hefur leitin ekki borið neinn árangur. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp alla von um að Elizabeth finnist á lífi þó fátt gefi það til kynna.

„Við hættum ekki fyrr en við náum henni upp,“ segir Steve Limani við fjölmiðla á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“
Pressan
Í gær

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni