Dularfull flensa hefur herjað á íbúa í suðvesturhluta Kongó undanfarnar vikur. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni hefur verið gert viðvart en ekki er vitað hvaða sjúkdómur er á ferðinni.
Yfirvöld í Kongó segja að allt að 143 hafi látið lífið síðustu tvær vikurnar og hafa íbúar verið hvattir til að fara varlega og halda sig frá þeim látnu til að koma í veg fyrir smit.
Sérfræðingar í smitsjúkdómum hafa verið kallaðir til og munu þeir reyna að átta sig á stöðunni. Svæðið sem um ræðir er mjög dreifbýlt og mikill skortur á læknum og lyfjum. Sjúkdómurinn virðist einkum herja á konur og börn.