Auðkýfingnum Elon Musk tókst um jólin að setja allt á hliðina meðal stuðningsmanna verðandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump. Málið varðar vegabréfsáritanir sem kallast H1-B og eru veittar á grundvelli sérfræðikunnáttu. Elon Musk segir mikilvægt að fá erlenda starfskrafta til Bandaríkjanna á grundvelli slíkra áritana. Annars séu Bandaríkin ekki samkeppnishæf í tæknigeiranum þar sem ekki sé nóg af Bandaríkjamönnum með réttu kunnáttuna eða hæfnina í verkin.
Þessi ummæli Musk fóru verulega fyrir brjóstið á hörðustu stuðningsmönnum Trump sem kenna sig við slagorð forsetans, Make America Great Again – eða MAGA. Þessi hópur stóð í þeirri trú að Trump ætlaði að setja Bandaríkjamenn í fyrsta sætið og ekki láta þá áfram keppa við ódýrt erlent vinnuafl um störf. Að halda áfram að bjóða erlendum aðilum bandarísk störf sé þvert á þau loforð sem Trump gaf í kosningabaráttu sinni og í hrópandi mótsögn við afstöðu hans til innflytjenda. Trump hafi til að mynda talað fyrir því að fólk geti ekki lengur fengið ríkisborgararétt bara fyrir að fæðast í Bandaríkjunum. Það skjóti því skökku við að styðja við H1-B vegabréfsáritanir sem tæknigeirinn hafi lengi misbeitt til að fá til sín ódýrari starfsmenn. Þetta haldi launum í geiranum niðri fyrir venjulega Bandaríkjamenn sem hafi steypt sér í miklar skuldir til að mennta sig í tölvunar- eða verkfræði bara til að annaðhvort þurfa að sætta sig við lægri laun út af erlendum starfsmönnum eða hreinlega finna sig í þeirri stöðu að fá enga vinnu við hæfi.
Musk var því kallaður svikari og ekki bætti úr skák er hann notaði samfélagsmiðil sinn, X, til að reyna að þagga niður í gagnrýnendum sínum. Þetta gerði hann með því að skuggabanna gagnrýnendur svo að færri gætu séð færslur þeirra eða með því að hreinlega banna fólk alfarið. Nú er Musk því líka gagnrýndur fyrir ritskoðun og fyrir að vera hræsnari því sjálfur hefur hann lýst miðli sínum sem vettvangi tjáningarfrelsis.
Elon Musk and X committed a HOLOCAUST against the Groypers for speaking out against H1-B visa immigration.
We have never seen anything like this. #NeverAgain pic.twitter.com/hrj6xakXvV
— Red Pill Media (@RedPillMediaX) December 30, 2024
CNN greindi frá því á dögunum að um 53 áhrifavaldar á hægri væng X hafi verið sviptir áskriftarréttindum sínum á miðlinum.
„Ef einhver heldur í svo mikið sem mínútu að raunverulegt hryggstykki hægri vængsins og MAGA ætli að sitja aðgerðarlaus á meðan stóru tæknirisarnir, auðkýfingarnir og fíflin úr Silicon Valley sem urðu ekki fyrir nægilega miklu einelti í gaggó, stela þjóðinni okkar þá er það röng ályktun,“ sagði Preston Parra, formaður íhaldssama aðgerðarhópsins PAC.
Margir kölluðu eftir því að Donald Trump fordæmdi vegabréfsáritanirnar, sem hann hafði áður gert þegar hann bauð sig fram til embættis árið 2016. Öllum að óvörum kom Trump þó H1-B áritunum til varna um helgina og sagði þær frábærar og að hann persónulega hefði nýtt sér þær til að fá inn starfsfólk á heimili sitt í Flórída.
Elon Musk and X committed a HOLOCAUST against the Groypers for speaking out against H1-B visa immigration.
We have never seen anything like this. #NeverAgain pic.twitter.com/hrj6xakXvV
— Red Pill Media (@RedPillMediaX) December 30, 2024
Musk var hvergi af baki dottinn og beindi orðum sínum að MAGA-hreyfingunni sem hann sagði vera haldna alvarlegum kynþáttafordómum. Fjarlægja þurfi rasista úr hægri hreyfingunni til að hún geti talist trúverðug. Í raun kallaði hann gagnrýnendur sína úr repúblikanaflokknum: „fyrirlitlega fábjána sem þarf að fjarlægja úr flokknum með rótum“. Musk sagði þetta vera hæðina sem hann væri tilbúinn að deyja á og færi í stríð við alla repúblikana sem vildu takmarka vegabréfsáritanir af þessu tagi.
Þá ætlaði allt endanlega um koll að keyra enda þótti engum gaman að vera kallaður fyrirlitlegur fábjáni og furðu margir tóku orð Musk til sín.
Elon told Trump’s base to “go fuck themselves in the face” for opposing cheap foreign labor, and MAGA influencers are trying to spin that into a win.
It’s disgusting and you should never forget this episode.
— Nicholas J. Fuentes (@NickJFuentes) December 29, 2024
Þetta varð til þess að Musk reyndi að lægja öldurnar. Hann gekkst við því að H1-B kerfið væri brotið og taka þyrfti það til endurskoðunar. Hann viðurkenndi að áritanir af þessu tagi væru notaðar til að fá inn ódýrari starfskrafta en það væri hægt að kippa því í liðinn með einu pennastriki. „Auðvelt að laga með því að hækka lágmarkskaupið verulega og bæta við árlegum kostnaði til að viðhalda H1-B árituninni svo í raun verði það dýrara að ráða inn erlendis frá en innanlands.“
Musk hefur þó ekki verið fyrirgefið og eru margir nú farnir að tala um styrjöld innan MAGA-hreyfingarinnar. Þar takist nú á dyggir stuðningsmenn Trump og stefnumála hans annars vegar og svo tækifærissinnar úr tæknigeiranum sem ætli sér að nota Trump til að hámarka eigin gróða.
Elon told Trump’s base to “go fuck themselves in the face” for opposing cheap foreign labor, and MAGA influencers are trying to spin that into a win.
It’s disgusting and you should never forget this episode.
— Nicholas J. Fuentes (@NickJFuentes) December 29, 2024
Did you ever think you would see someone in Trump’s administration tell American citizens to “go fvck themselves” and vow to go to war with them so that tech owners could import more foreigners?
— MAGA (@wwwMAGA_) December 29, 2024
NOTHING will fracture the Relationship between Donald Trump and Elon Musk. Time to UNITE 🔥
NEVER Forget. Donald Trump has the last say on everything. God Bless MAGA 🇺🇸 pic.twitter.com/cFzMZFl3fs
— MAGA Voice (@MAGAVoice) December 29, 2024
This still blows my mind that the first time the tech bros lose an argument against the MAGA base
They resorted to censorship
Predictable. Just like twitter 1.0 pic.twitter.com/jnzoPbXwnH
— E (@ElijahSchaffer) December 30, 2024