Þrjár konur voru lagðar inn á sjúkrahús skömmu eftir að þær borðuðu kökuna. Voru þær allar í lífshættu. Læknum tókst ekki að bjarga lífi þeirra og létust þær á aðfangadagskvöld að sögn The Mirror.
Þrír aðrir fjölskyldumeðlimir veiktust einnig eftir að hafa borðað kökuna, þar á meðal 10 ára drengur, og Anjos sjálf. Er hún sögð hafa borðað tvær sneiðar af kökunni áður en hún var flutt á sjúkrahús.
Lögreglan telur fullvíst að Anjos hafi sett eitur í kökuna og hefur ákveðið að grafa lík eiginmanns hennar upp og rannsaka það í von um að geta skorið úr um dánarorsök hans. Hann lést í september og var talið að hann hefði látist af völdum matareitrunar.
Það kann að virðast undarlegt í okkar augum að Anjos er ekki í haldi vegna málsins þótt hún sé grunuð um að hafa banað ættingjum sínum.