fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Hinn „Lifandi Nostradamus“ með hrollvekjandi spá fyrir 2025

Pressan
Mánudaginn 30. desember 2024 04:45

Athos Salomé er stundum kallaður Nostradamus nútímans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíumaðurinn Athos Salomé hefur verið nefndur hinn „Lifandi Nostradamus“ vegna hæfileika hans til að spá fyrir um framtíðina. Hann hefur nú sett fram hrollvekjandi spádóm fyrir helstu atburði næsta árs.

Í samtali við Daily Star sagði hann að 2025 verði árið sem stjórnvöld byrji loksins að viðurkenna opinberlega að líf sé að finna utan jarðarinnar. Þetta verði annað hvort í formi örverulífs á Mars eða flóknara líf annars staðar.

Hann spáir því að upp komist um leynilegar erfðafræðitilraunir og að í ljós komi að til sé erfðabreytt fólk. Vísindamenn hafi notað ýmsa tækni, þar á meðal klónun, til að búa til „fullkomna“ einstaklinga sem séu gáfaðri, sterkari og með meiri mótstöðu gegn sjúkdómum.

Gervigreind kemur einnig við sögu í spádómi hans því hann segir að á næsta ári nái þróun gervigreindar þeim punkti að ekki verði aftur snúið. Alvarlegur atburður muni sýna hversu sjálfstæð gervigreind sé og að hún hafi í sumum tilfellum þróað með sér eiginleika sjálfsvitundar.

Orkuskortur mun hrella jarðarbúa á næsta ári að hans sögn en þar verður um manngerðan orkuskort að ræða sem verður notaður til að hafa stjórn á fólki.

Hann varar við tækni, sem verði notuð til að fylgjast með fólki. Þar á meðal eru örflögur sem verði græddar í fólk undir því yfirskini að þær tengist öryggismálum og heilsufari.

Þegar kemur að náttúruhamförum spáir hann því að verkfræði verði notuð til að búa til náttúruhamfarir á borð við fellibylji og þurrka á stöðum þar sem slíkar hamfarir eiga ekki að geta átt sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Í gær

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast
Pressan
Í gær

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birti þessa mynd af jólagjöfinni og missti vinnuna í kjölfarið

Birti þessa mynd af jólagjöfinni og missti vinnuna í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann vann glæsilegan sigur en það var upphafið að þjáningum hans

Hann vann glæsilegan sigur en það var upphafið að þjáningum hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofurbyssa Hitlers var algjör martröð

Ofurbyssa Hitlers var algjör martröð