Auðkýfingurinn Elon Musk er ekki ókunnugur því að setja allt á hliðina á samfélagsmiðli sínum X. Þar fær hann líka reglulega yfir sig vænan skammt af gagnrýni en að sama bragði yfirþyrmandi stuðning frá fjölda aðdáenda hans. Stuðningurinn er þó ekki nægur ef marga má undarlega umræðu sem er nú farin af stað meðal netverja en þar er auðkýfingurinn sakaður um að halda úti gerviaðgangi á X sem hann notar til að hrósa sjálfum sér.
Sumir netverjar halda því fram að aðgangur á X, sem er sagður tilheyra manni að nafni Adrian Dittman, sé í raun laumuaðgangur Musk sjálfs. Umræðan byrjaði þegar blaðamaðurinn Charles Johnson hélt því fram í fréttabréfi sínu, Thoughts and Adventures, að Musk væri að nota aðgang Adrian Dittman til að taka þátt í rökræðum á X og þá gjarnan til að hrósa sjálfum sér.
Oh now yall care about Adrian Dittman being Elon Musk? We told you months ago you stupid fucks. It was always him clear as day. You didn’t just break this case you clown. pic.twitter.com/p22YVuJVXj
— @a1extimmons.bsky.social & threads (@A1exTimmons) December 28, 2024
Musk er sakaður um að nota tæknina, og það frekar slappa tækni, til að breyta rödd sinni til að mæta á umræður á X Space og koma þar sjálfum sér til varna í skjóli dulnefnisins. Til dæmis mun Dittman þessi hafa sagt:
„Elon er eini maðurinn til að gefa þessum fjandans krakkhausum rödd, vanþakklátu djöflamergirnir ykkar, í alvöru talað.“
Áfram hélt Dittman, með raddbreytingunni, reiðilestur sinn og sagði stuðningsmönnum Trump sem kenna sig við skammstöfunina MAGA (Make America Great Again) að sætta sig við Musk og stíga niður af sínum háa hesti. Umræðan tengdist gagnrýni sem Musk hefur fengið yfir sig fyrir að koma vegabréfsáritunum innflytjenda til varna.
I’ve heard enough.
Adrian Dittman is Elon Musk. pic.twitter.com/Hg9ZyW6iQy
— Joshua Reed Eakle 🗽 (@JoshEakle) December 29, 2024
Johnson og fleiri hafa stutt þessar ásakanir með ýmsum vísbendingum sem benda til þess að Dittman sé í raun Musk. Fyrir það fyrsta náði Johnson með raddgreiningu að tengja rödd Dittman við rödd Musk með því að afrugla raddbreytinn. Eins fann Johnson tilvik þar sem Musk virðist hafa gleymt sér og óvart talað um sjálfan sig í fyrstu persónu þó hann væri að nota Dittman-aðganginn. Aðrir hafa bætt því við að talsmáti Dittman og Musk sé sá sami. Dittman noti orðaforða sem gefi til kynna að hann komi frá Suður-Afríku, en Musk er einmitt fæddur og uppalinn þar í landi. Þessi talsmáti varð sérstaklega augljós þegar Dittman varð heitt í hamsi. Eins nota bæði Dittman og Musk óvenjuleg uppnefni í rökræðum eins og að saka fólk um að vera með sléttan heila (e. smooth brain).
Þessar ásakanir hafa vakið töluverða kátínu meðal andstæðinga Musk. Eitt tíst á X þykir ná ágætlega utan um hæðnina: „Svo þú ert að segja mér að Elon var að nota leyniaðgang á Twitter-spjallrás með raddbreyti, varð svo reiður svo hann hætti að þykjast, afhjúpaði sjálfan sig og er núna að banna alla frá miðlinum sem hæddust að honum? Þetta er toppurinn á árinu 2024.“
Given that “Adrian Dittman” is Elon Musk, this has to go down as possibly the saddest tweet of all time.
All that money.
All that power.And the man just wants validation. pic.twitter.com/s1T8HNgww6
— Alastair McAlpine, MD (@AlastairMcA30) December 29, 2024
Sumir halda því fram að þeir notendur X sem hæðast að málinu eða ræða um Adrian Dittman séu í kjölfarið bannaðir frá X, alfarið eða tímabundið. Mörgum þykir það styðja við kenninguna að Musk sé í raun Dittman og kæri sig ekki um að alheimurinn viti það. Musk sjálfur virðist gefa lítið fyrir málið og hæddist að því fyrr í dag að þetta hefði vakið athygli rótgróinna fjölmiðla.
Legacy media think Dittman is me 🤣🤣 https://t.co/Eikvcl8xcq
— Elon Musk (@elonmusk) December 30, 2024
Aðgangur Dittman var stofnaður árið 2021 og er með rúmlega 171 þúsund fylgjendur. Sjálfur er Dittman aðeins að fylgja um þúsund notendum þar með talið fréttamiðlum, þingmönnum, embættismönnum og fleirum. Dittman neitar því sjálfur að hann sé Musk en hefur aldrei sýnt sitt rétta andlit.
Lögmaðurinn og pistlahöfundurinn Seth Abramson birti færslu á X þar sem hann benti á líkindi milli Dittman og Musk og tilfelli þar sem Dittman virðist sjálfur viðurkenna að hann sé í raun auðkýfingurinn. Hann birti með upptöku þar sem Dittman er að ræða um eldsneyti fyrir geimflaugar og talar um eldsneytið sem „ég er að nota“.
Áhrifavaldurinn Brian Krassenstein er enginn aðdáandi Trump og segist ekki sannfærður um að Musk sé Dittman. „Kæru vinstrimenn: Heimskulega samsæriskenningin ykkar um Elon lætur ykkur líta jafn hallærislega út og álpappírshattarnir á hægri vængnum. Adrian Dittman er ekki Elon Musk. Ég hef talað við þá báða ítrekað. Treystið mér, ef þið haldið að þeir séu sami maðurinn þá þurfið þið meira af fersku lofti og minna af kanínuholunum á Reddit.“
Bróðir Krassenstein, Ed, er á sama máli og segir að Dittman tali of hratt til að geta verið Musk. Musk sjálfur taki sér tíðar pásur þegar hann talar en Dittman talar óhikað og tekur varla pásu til að anda.
Dear Left: Your dumb Elon conspiracy theories make you look as ridiculous as the tinfoil-hat brigade on the far right. Adrian Dittman is not Elon Musk. I’ve spoken to them both. Several times. Trust me, if you think they’re the same person, you need more fresh air and fewer… https://t.co/fFi7Rkfj7D
— Brian Krassenstein (@krassenstein) December 29, 2024
Adrian Dittman is not Elon Musk.
You all are so dumb.
pic.twitter.com/cMw43ApiMx— Dr. Danish (@operationdanish) December 29, 2024
Adrian Dittman saying “I just realized I just f***ed myself” after getting his Adrian / Elon syntax mixed up pic.twitter.com/27TGFLpOfj
— grant (@grantbelden) December 30, 2024
Aðgangur að X sem tilheyrir væng hakkarahópsins Anonymous segist þó sannfærður.
Elon Musk used a burner account, “Adrian Dittman,” to defend himself on Twitter, even employing a voice changer during Twitter Spaces discussions. https://t.co/utBiXFxhXz
— Anonymous Operations (@AnonOpsSE) December 30, 2024
Dóttir Elon Musk, Vivian Wilson, sem hefur afneitað föður sínum fyrir hatur hans gegn trans fólki skrifaði færslu fyrr á árinu þar sem hún einmitt nefndi að Dittman væri líklega pabbi hennar. Hún sagði að Dittman væri þessi furðulegi gerviaðgangur sem faðir hennar notar á Twitter. „Þegar ég heyrði í fyrsta sinn klippu af honum [Dittman] tala þá fékk ég sama hroll niður hrygginn og þegar ég var barn að. heyra röddina hans [Musk]. Svo persónulega trúi ég því einlægt að þetta sé hann og ég held að hann sé ekkert sérstaklega góður að fela það.“
Og eins hafa fleiri bent á líkindin síðustu mánuðina.
Elon is talking to himself again (Dittman is a burner account) pic.twitter.com/L69E7lO4jE
— Liam Nissan™ (@theliamnissan) December 14, 2024
Umræða átti sér stað í sumar á miðlinum Reddit þar sem notendur færðu rök fyrir því að Dittman og Musk væru sami maðurinn. Þar er farið yfir ýmsar meintar vísbendingar ef lesendur vilja sökkva sér dýpra ofan í þessa furðulegu samsæriskenningu. Sambærilegar umræður má rekja allt að ár aftur í tímann.