Maðurinn var á fiskveiðum með fjölskyldu sinni þegar hákarlinn réðst á hann og beit í hálsinn að sögn lögreglunnar. Hann hlaut lífshættulega áverka og lést um hálfri annarri klukkustund síðar.
Árásin átti sér stað nærri eyjunni Humpy Island. Hún tilheyrir þjóðgarðinum við Great Barrier Reef og er vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja kafa, snorkla eða veiða.
Ekki er vitað hvaða tegund af hákarli réðst á manninn.
Frá 1791 hafa rúmlega 1.200 árásir hákarla á fólk verið skráðar í Ástralíu. Rúmlega 250 manns létust í þessum árásum.