Lögreglumenn höfðu komist á slóð Tallanius Bridgland, 29 ára, eftir að þeir komust yfir farsímanúmer hans.
Bridgland faldi sig inni í fataskáp í von um að komast hjá handtöku en svo heppinn var hann nú ekki.
Við leit í húsinu fundu lögreglumenn mikið af fíkniefnum, þar á meðal heróín og kókaín.
Bridgland var dæmdur í fimm ára og sjö mánaða fangelsi í síðustu viku.