fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Pressan

68 ára kona þarf að borga mörg hundruð milljarða – Að öðrum kosti verður hún drepin

Pressan
Þriðjudaginn 3. desember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Truong My Lan, 68 ára viðskiptakona í Víetnam, mun brátt komast að því hvort lífi hennar verður þyrmt eftir að hún var dæmd til dauða fyrir tugmilljarða fjársvik.

Truong áfrýjaði dauðadómnum sem féll fyrr á þessu ári en hún var sökuð um að svíkja sem nemur 3.750 milljörðum króna út úr Saigon Commercial Bank sem hún stjórnaði. Mörg þúsund viðskiptavinir bankans töpuðu háum fjárhæðum á svikunum.

AFP segir frá því að Truong hafi handskrifað fimm blaðsíðna bréf þar sem hún bað um vægari refsingu.

Bent er á það að samkvæmt víetnömskum lögum gæti Truong forðast dauðadóminn með því að endurgreiða þriðjung þeirrar upphæðar sem hún sveik út og ef hún er samvinnufús við lausn málsins. Þetta myndi þýði að Truong þyrfti að reiða fram 1.250 milljarða króna og þá yrði dómnum væntanlega breytt í lífstíðarfangelsi.

Saksóknarar efast um að Truong geti borgað umrædda upphæð og hafa bent á að dómurinn hafi verið réttmætur í ljósi þess hversu umfangsmikil svikin voru og hversu mikil áhrif þau höfðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona mörg egg er hægt að borða daglega án þess að það sé óhollt

Svona mörg egg er hægt að borða daglega án þess að það sé óhollt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru krabbameinseinkenni sem þú getur uppgötvað þegar þú burstar tennurnar

Þetta eru krabbameinseinkenni sem þú getur uppgötvað þegar þú burstar tennurnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylda fraus í hel á leið sinni til Bandaríkjanna – Tveir sakfelldir vegna málsins

Fjölskylda fraus í hel á leið sinni til Bandaríkjanna – Tveir sakfelldir vegna málsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bílaþvottastöðin var skálkaskjól myrkraverka

Bílaþvottastöðin var skálkaskjól myrkraverka
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Dáinn“ sjúklingur komst til meðvitundar skömmu áður en brenna átti hann

„Dáinn“ sjúklingur komst til meðvitundar skömmu áður en brenna átti hann