Í tíunda sæti eru hákarlar sem verða um 10 manns að bana árlega. Þeir hafa slæmt orð á sér, þökk sé kvikmyndum og fjölmiðlum, en flestir þeirra forðast fólk eins og heitan eldinn. En samt sem áður verða þeir um 10 manns að bana árlega og er aðalástæðan sú að fyrir mistök telja þeir fólkið vera náttúrulega bráð.
Í níunda sæti eru úlfar sem verða um 10 manns að bana árlega. Heimkynni þeirra eru í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Þeir sýna sjaldan af sér árásargirni í garð fólks en hundaæði og matarskortur geta orðið til þess að þeir ráðast á fólk. Það er þó afar sjaldgæft.
Í áttunda sæti eru ljón sem verða um 25 að bana á ári hverju. Heimkynni ljóna er í Afríku sunnan Sahara. Árásir þeirra á fólk eru oft gerðar í örvæntingu þegar ljónin eru hungruð eða finnst sér ógnað.
Í sjöunda sæti eru fílar sem verða um 500 manns að bana árlega. Heimkynni þeirra eru í Afríku og Asíu. Þeir eru yfirleitt rólegir en þeir geta orðið mjög árásargjarnir, sérstaklega þegar fengitíminn stendur yfir eða ef þeim finnst þeim vera ógnað.
Í sjötta sæti eru flóðhestar sem verða um 500 manns að bana árlega. Heimkynni þeirra eru í Afríku. Þeir líta kannski út fyrir að vera rólegir en þeir eru ótrúlega árásargjarnir og verja sitt svæði með kjafti og klóm. Þeir ráðast oft á báta og fólk sem kemur nærri heimkynnum þeirra.
Í fimmta sæti eru krókódílar sem verða um 1.000 manns að bana árlega. Heimkynni þeirra eru í Afríku, Asíu og Ástralíu. Þeir eru snillingar í að gera fólki og dýrum fyrirsát. Það er Nílarkrókódíllinn sem verður flestu fólki að bana en hann gerir engan greinarmun á manneskju og dýri.
Í fjórða sæti eru setseflugur sem verða um 10.000 að bana árlega. Heimkynni þeirra eru Afríka sunnan Sahara. Þær bera með sér sjúkdóminn svefnsýki sem getur verið banvænn ef viðeigandi meðferð er ekki veitt.
Í þriðja sæti eru hundar sem verða um 25.000 manns að bana. Heimkynni þeirra er um nær allan heim. Hundar, sérstaklega flækingshundar, eru mestu smitberar hundaæðis en það verður næstum öllum, sem smitast af því, að bana ef meðhöndlun er ekki veitt. Hundaæði verður 25.000 manns að bana árlega.
Í öðru sæti eru slöngur sem verða um 50.000 manns að bana. Heimkynni þeirra eru á hitabeltissvæðum jarðarinnar. Þær verða flestum að bana í Asíu og Afríku.
Í fyrsta sæti eru mýflugur sem eru banvænasta dýrið því þær verða 725.000 manns að bana árlega. Þær bera með sér banvæna sjúkdóma á borð við malaríu og Zika-veirunar. Malaría verður stærstum hluta þessara 725.000 að bana.