fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Pressan

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar

Pressan
Sunnudaginn 29. desember 2024 10:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk ætlar sér að léttast er því stundum sagt að það verði að gera efnaskipti líkamans hraðari. Það að skilja efnaskipti líkamans er oft sagt vera lykilatriði þegar kemur að því að léttast á heilbrigðan hátt.

Efnaskiptin eru það ferli sem á sér stað í líkamanum þegar hann breytir vatni, mat og öðru í efni sem líkaminn hefur þörf fyrir til að geta starfað og um leið brenna orku.

Þeim mun áhrifaríkari sem efnaskiptin eru, þeim mun fleiri hitaeiningum brennum við á náttúrulegan hátt. Það getur síðan haft jákvæð áhrif á þyngdartap.

Luiza Esteves, innkirtlafræðingur, segir að eftirfarandi þættir geti aukið efnaskiptin:

Meiri vöðvamassi eykur efnaskiptin því vöðvar þurfa meiri orku en fituvefur, einnig þegar líkaminn er í hvíld. Luiza segir að meiri vöðvamassi valdi því að grunnefnaskiptin verði meiri. Hún segir að líkamsrækt, með áherslu á uppbyggingu vöðva, sé því mikilvæg.

Hreyfing á borð við hlaup, sund eða hjólreiðar er einnig mikilvægur liður í þessu. Þetta brennir hitaeiningum og um leið hefur þetta jákvæð áhrif á heilbrigði hjartans og eykur heildarorkunotkun líkamans.

Enga megrunarkúra segir hún því þegar líkaminn fær of fáar hitaeiningar, þá getur hann farið í nokkurskonar „orkusparnaðarástand“. Hann dregur þá úr hitaeininganotkuninni.

Mikilvægi hreyfingar má ekki vanmeta. Fyrir þá sem sitja mikið í vinnunni eða heima við, þá ráðleggur Luiza þeim að draga úr þeim tíma sem þeir sitja. Hún hvetur fólk til að standa upp á hálftíma fresti. Það þurfi ekki að vera lengi, bara smástund en það komi sér vel fyrir heilsuna og geti aukið efnaskiptin.

Terra skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hinn „Lifandi Nostradamus“ með hrollvekjandi spá fyrir 2025

Hinn „Lifandi Nostradamus“ með hrollvekjandi spá fyrir 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru þeir 10 sem eru efstir á lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn

Þetta eru þeir 10 sem eru efstir á lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Héldu að 11 ára dóttirin væri heiladauð – 4 árum síðar vaknaði hún og skýrði frá öllu

Héldu að 11 ára dóttirin væri heiladauð – 4 árum síðar vaknaði hún og skýrði frá öllu