Efnaskiptin eru það ferli sem á sér stað í líkamanum þegar hann breytir vatni, mat og öðru í efni sem líkaminn hefur þörf fyrir til að geta starfað og um leið brenna orku.
Þeim mun áhrifaríkari sem efnaskiptin eru, þeim mun fleiri hitaeiningum brennum við á náttúrulegan hátt. Það getur síðan haft jákvæð áhrif á þyngdartap.
Luiza Esteves, innkirtlafræðingur, segir að eftirfarandi þættir geti aukið efnaskiptin:
Meiri vöðvamassi eykur efnaskiptin því vöðvar þurfa meiri orku en fituvefur, einnig þegar líkaminn er í hvíld. Luiza segir að meiri vöðvamassi valdi því að grunnefnaskiptin verði meiri. Hún segir að líkamsrækt, með áherslu á uppbyggingu vöðva, sé því mikilvæg.
Hreyfing á borð við hlaup, sund eða hjólreiðar er einnig mikilvægur liður í þessu. Þetta brennir hitaeiningum og um leið hefur þetta jákvæð áhrif á heilbrigði hjartans og eykur heildarorkunotkun líkamans.
Enga megrunarkúra segir hún því þegar líkaminn fær of fáar hitaeiningar, þá getur hann farið í nokkurskonar „orkusparnaðarástand“. Hann dregur þá úr hitaeininganotkuninni.
Mikilvægi hreyfingar má ekki vanmeta. Fyrir þá sem sitja mikið í vinnunni eða heima við, þá ráðleggur Luiza þeim að draga úr þeim tíma sem þeir sitja. Hún hvetur fólk til að standa upp á hálftíma fresti. Það þurfi ekki að vera lengi, bara smástund en það komi sér vel fyrir heilsuna og geti aukið efnaskiptin.
Terra skýrir frá þessu.