fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Pressan

Hann vann glæsilegan sigur en það var upphafið að þjáningum hans

Pressan
Sunnudaginn 29. desember 2024 07:30

Það þurfti oft lítið til að al-Assad fjölskyldan, sem stjórnaði Sýrlandi með harðri hendi í um hálfa öld, beitti þegna sína grimmilegu ofbeldi. Bassel al-Assad (miðja efri raðar) reiddist mjög vini sínum sem stóð sig betur en hann í keppni í hestaíþróttum. Mynd/Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan stjórn einræðisherrans Bashar al-Assad í Sýrlandi féll á dögunum og hafa birst í fjölmiðlum fjöldi frásagna þeirra sem máttu þola grimmilegt ofbeldi af hálfu al-Assad fjölskyldunnar á þeim áratugum sem hún var við stjórnvölinn í landinu. Sakirnar voru oftast litlar sem engar en meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á fjölskyldunni og mátti þola miklar þjáningar er maður sem gerði ekkert annað en að standa sig betur en einn meðlimur fjölskyldunnar í keppni í hestaíþróttum.

Sky News ræddi við Adnan Kassar sem var á sínum tíma einn af bestu hestaíþróttamönnum Sýrlands.

Hann vann til fjölda verðlauna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ferill hans náði hæstum hæðum þegar hann leiddi með góðri frammistöðu sýrlenska liðið til sigurs á alþjóðlegu meistaramóti á heimavelli í borginni Latakia, árið 1993.

Meðal annarra keppenda Sýrlendinga á mótinu var Bassel al-Assad. Bassel var eldri bróðir Bashar al-Assad og var ætlað að taka við af föður þeirra, Hafez al-Assad, sem þá var einræðisherra yfir Sýrlandi.

Adnan Kassar segir að hann og Bassel hafi verið góðir vinir en þar sem hann hafi staðið sig töluvert betur í keppninni hafi þessi vinur hans reiðst mjög.

Bassel lést í bílslysi í janúar 1994 og var þá yngri bróðirinn, Bashar, snarlega gerður að arftaka föður þeirra.

Sigurstundin upphafið að martröðinni

Kassar segir að áhorfendur hafi borið hann á herðum sér eftir þennan glæsta sigur en þessi sigurstund hafi reynst vera upphafið á þjáningum hans.

Skömmu eftir keppnina var hann handtekinn á grundvelli óljósra ásakana sem hann segir hafa verið sprottnar af öfund Bassel. Hann var beittur andlegum og líkamlegum pyntingum. Honum var haldið neðanjarðar í hálft ár en síðan fluttur í hið alræmda Sednaya fangelsi. Fangelsið var kallað „sláturhúsið.“ Það var norður af höfuðborginni Damaskus en eftir að Assad-stjórnin féll hertóku uppreisnarmenn fangelsið og nú hafa allir fangar verið látnir lausir en í fangelsinu voru einkum vistaðir pólitískir fangar.

Kassar segir að hann hafi verið pyntaður reglulega næstu árin í fangelsinu. Pyntingarnar hafi versnað til muna eftir að Bassel dó. Fangaverðir hafI kennt honum um dauðsfallið og á dánardægri Bassel á hverju ári hafi hann verið pyntaður sérstaklega grimmilega.

Þess má geta að slysið sem dró Bassel til dauða varð með þeim hætti að hann ók sjálfur bifreið sinni á miklum hraða á vegrið en hann var á leið á flugvöllinn í Damaskus í mikilli þoku.

Þorði ekki að segja neitt

Árið 2007 var Kassar fluttur í annað fangelsi þar sem aðstæður voru jafn slæmar. Hann segir að til að mynda hafi fangaverðir gert gat á eyra hans morgun einn en um kvöldið hafi þeir kjálkabrotið hann.

Í eitt skipti hafi hann verið hýddur í 1000 skipti fyrir að biðja. Sárin hafi verið svo slæm að húðin hafi nánast farið alveg af á sumum stöðum líkamans.

Eftir að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst 2011 var athygli alþjóðlegra mannréttindasamtaka vakin á máli Adnan Kassar. Honum var loks sleppt úr haldi, eftir mikinn alþjóðlegan þrýsting, árið 2014, eftir 21 árs langa vítisvist. Assad stjórnin var hins vegar enn við völd en réð reyndar ekki yfir öllu landsvæði Sýrlands. Kassar hefur því ekki tjáð sig opinberlega fyrr en nú um það sem hann þurfti að ganga í gegnum fyrir það eitt að standa sig betur í hestaíþróttakeppni en Bassel al-Assad. Hann segist ekki hafa þorað því en fyrr en nú eftir fall Assad-stjórnarinnar vegna ótta við að vera fangelsaður aftur.

Hann er að vonum mjög ánægður með að stjórninni hafi verið steypt af stóli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hinn „Lifandi Nostradamus“ með hrollvekjandi spá fyrir 2025

Hinn „Lifandi Nostradamus“ með hrollvekjandi spá fyrir 2025
Pressan
Í gær

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru þeir 10 sem eru efstir á lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn

Þetta eru þeir 10 sem eru efstir á lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Héldu að 11 ára dóttirin væri heiladauð – 4 árum síðar vaknaði hún og skýrði frá öllu

Héldu að 11 ára dóttirin væri heiladauð – 4 árum síðar vaknaði hún og skýrði frá öllu