fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“

Pressan
Laugardaginn 28. desember 2024 19:30

Beyoncé á heimavelli Houston Texans á jóladag. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og hefð er fyrir í Bandaríkjunum var leikið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á jóladag. Þeir leikir hafa alltaf verið sýndir í beinni útsendingu á hefðbundnum sjónvarpsstöðum sem senda út línulega dagskrá. Sú nýbreytni var hins vegar viðhöfð í ár að tveir leikir voru sýndir beint á streymisveitunni Netflix. Í hálfleik í öðrum leikjanna hélt tónlistarstjarnan Beyoncé mikla sýningu og flutti einna helst kántrílög. bæði eigin og annarra, með sínum hætti. Hafa margir lýst yfir ánægju með sýninguna í netheimum en töluvert ber þó einnig á óánægju og meðal annars þeim sjónarmiðum að svona skemmtun sé ekki við hæfi á viðburði sem fjölskyldur komi saman og horfi á. Einnig hefur verið bent á að tónlistarstjarnan hafi myndað tákn með fingrunum sem NFL-deildin hafi bannað.

Sýningar af þessari stærðargráðu í hálfleik leikja deildarinnar hafa yfirleitt verið bundnar við úrslitaleikinn, Super Bowl, en ekki venjulegan deildarleik eins og raunin var í þessu tilfelli.

Sýningin var flutt í hálfleik í leik Houston Texans og Baltimore Ravens en leikurinn fór fram á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Houston í Texas.

Það sem virðist hafa farið einna helst fyrir brjóstið á þeim sem kvörtuðu yfir sýnigunni var að klæðnaður Beyoncé var þannig úr garði gerður að vel sást í ber læri hennar bæði að framan- og aftanverðu. Ein kona skrifaði í athugasemd á opinberri X-síðu NFL-deildarinnar:

„Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman, vinsamlegast hafið það í huga.“

Í öðrum athugasemdum lýsa margir þeirri skoðun sinni að sýningin sé léleg eða að viðkomandi kunni illa við að Beyoncé sé að flytja kántrítónlist. Í mörgum athugasemdum er aftur á móti lýst yfir ánægju með sýninguna og sams konar athugasemdir má lesa undir myndbandi af sýningunni á Youtube-síðu deildarinnar.

Bannaða táknið

Í frétt New York Post er bent á að Beyoncé hafi á meðan sýningunni stóð myndað byssutákn með fingrum annarrar handar en slíkt tákn er bannað í NFL-deildinni og gerist leikmaður sekur um slíkar handabendingar á meðan leik stendur er liði hans refsað. Viðkomandi leikmaður er síðan sektaður.

Sumir áhorfendur sem tóku eftir þessu spurðu á samfélagsmiðlum hvort deildin ætlaði að sekta tónlistarkonuna.

Fyrirtæki eiginmanns Beyoncé, tónlistarmaðurinn Jay-Z, er með samning við NFL-deildina en hann hefur verið litinn hornauga í auknum mæli vestanhafs vegna tengsla sinna við annan tónlistarmann Sean “Diddy” Combs. Combs hefur að undanförnu verið sakaður um margvíslega glæpi meðal annars mansal og kynferðisofbeldi gegn fjölda kvenna. Þeir eru báðir sakaðir um að hafa nauðgað stúlku árið 2000 sem þá var 13 ára. Jay-Z hefur harðneitað því og sagt um lygaþvætting að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti