fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Pressan

Sérfræðingar NASA klóra sér í kollinum varðandi tunglferðir og vandamálum þeim tengdum

Pressan
Laugardaginn 28. desember 2024 09:00

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir margra áratuga bið er nú í sjónmáli að menn stígi aftur fæti á yfirborð tunglsins en ætlunin er að það gerist fyrir lok þessa áratugar. Langtímamarkmiðið er að koma upp fastri búsetu manna á tunglinu.

Ef af fastri búsetu verður, mun það hafa ákveðin áhrif á tunglið ef miða má við niðurstöður nýrrar rannsóknar. Í henni kemur fram að það sem fólk mun taka sér fyrir hendur á tunglinu muni verða til þess að tímabundinn og þunnur lofthjúpur myndist.

„Eitt af því sem við höfum miklar áhyggjur af er rykið sem þyrlast upp við rannsóknir og annað. Það gæti verið rafmagnað og gæti myndað það sem kallast rykplasma,“ sagði Rosemary Killen, plánetufræðingur hjá NASA, að sögn Tiempo og bætti við að það geti verið mjög hættulegt fyrir fólk ef það berst niður í lungun.

Það er bandaríska geimferðastofnunin NASA sem hyggur á mannaðar geimferðir til tunglsins og er ætlunin að notast við risastórt geimfar Space X, Starship.

Reiknað er með að við lendinguna muni mikið magn ryks þyrlast upp og gera lofthjúpinn þykkari um hríð.

Killen og samstarfsfólk hennar rannsakaði hvað áhrif bæði lendingin og annað sem geimfararnir munu taka sér fyrir hendur muni hafa á lofthjúpinn og umhverfið á tunglinu. Niðurstaða þeirra er að lendingin, rannsóknir og andardráttur geimfaranna geti breytt lofthjúpnum sem geti síðan valdið vanda fyrir geimfara og búnað á tunglinu og gert okkur erfiðara fyrir að ná þeim vísindalegu markmiðum sem stefnt verður að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þeir 10 sem eru efstir á lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn

Þetta eru þeir 10 sem eru efstir á lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Héldu að 11 ára dóttirin væri heiladauð – 4 árum síðar vaknaði hún og skýrði frá öllu

Héldu að 11 ára dóttirin væri heiladauð – 4 árum síðar vaknaði hún og skýrði frá öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólasaga lögreglumanns – Hana ættu allir að lesa

Jólasaga lögreglumanns – Hana ættu allir að lesa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi