fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Pressan

Ofurbyssa Hitlers var algjör martröð

Pressan
Laugardaginn 28. desember 2024 22:00

Algjört ferlíki. Mynd/National WWII Museum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar lögðu stríðandi fylkingar mikið kapp á þróun vopna sem myndu auka líkur á á glæstum sigrum og létta hermönnum lífið á vígvöllunum. Þjóðverjar voru engin undantekning því árið 1941 var tekið í notkun nýtt og ógnarstórt vopn sem átti að auðvelda Þjóðverjum að ráðast inn í Frakkland í gegnum hina svokölluðu Maginot-línu sem átti að opna leið Þjóðverja inn í Vestur-Evrópu.

Líktist stórum skriðdreka

Eins og sést á meðfylgjandi myndum líktist þetta risavaxna vopn helst ógnarstórum skriðdreka. Vopnið var framleitt af þýska stálfyrirtækinu Krupp og var hafist handa við hönnun þess strax árið 1934. Byssan átti að geta skotið kúlum í gegnum sjö metra þykka steypu eða eins metra þykka stálplötu. Aðalverkfræðingur Kupp á þessum tíma, Erich Muller, reiknaði út að til að standast þessar kröfur þyrfti hlaupið á byssunni að vera 80 sentímetrar í þvermál og 30 metrar á lengd. Þá þyrftu kúlurnar sjálfar að vega nokkur tonn.

Komst í gegnum sjö metra steypu

Lítið meira gerðist í þróun vopnsins fyrr en árið 1936 þegar Adolf Hitler heimsótti höfuðstöðvar fyrirtækisins í Essen og spurði um fýsileika byssunnar á vígvellinum. Svo fór að hafist var handa við smíði hennar um mitt ár 1937 en tæknilegir örðugleikar gerðu það að verkum að ekki var hægt að ljúka við smíðina fyrir árið 1940 eins og stefnt hafði verið að. Það tókst hins vegar rúmu ári síðar, eða árið 1941, og var því ekkert því til fyrirstöðu að hefja notkun á byssunni sem fékk nafnið Schwerer Gustav.

Byssan var gríðarlega öflug og stóðst allar þær kröfur sem til hennar voru gerðar, að minnsta kosti hvað varðar kraft. Hún fór nokkuð létt með að komast í gegnum sjö metra steypuklump og þá var hægt að skjóta kúlum úr henni hátt í 40 kílómetra leið. Forsvarsmenn Krupp ákváðu að þiggja ekki greiðslu fyrir þetta risavaxna ofurvopn og var sú ákvörðun tekin til að sýna stuðning við stríðsrekstur Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Önnur byssa svipaðrar tegundar var framleidd síðar og hlaut hún nafnið Dora og greiddi þýska ríkið fyrir framleiðslu byssunnar.

Fyrst notuð á Krímskaga

Þó að Schwerer Gustav hafi verið smíðaður í þeim tilgangi að berja niður varnir Frakka kom aldrei til þess að hann væri notaður í þeim tilgangi. Áður en smíðin kláraðist var búið að berja niður varnir Frakka við Maginot-línuna og fór svo að byssan var fyrst notuð á Krímskaga í umsátrinu um Sevastopol árið 1942 þar sem nú er Úkraína (eða Rússland eftir því hvernig á það er litið). Alls var 300 skotum hleypt úr byssunni og þótti hún reynast ágætlega.

Mjög óhentug

Sem fyrr segir var byssan gríðarlega öflug en hún hafði einnig sína ókosti sem líklega voru töluvert meiri en kostirnir. Alls vó vopnið og allt sem henni fylgdi um 1.300 tonn og vegna stærðar og þyngdar var erfitt og tímafrekt að flytja hana á milli staða. Leggja þurfti sérútbúna teina til að hún kæmist á milli staða og vegna stærðar sinnar var hún augljóst skotmark sprengjuflugvéla bandamanna. Þá þurfti mikinn mannafla til að þjónusta vopnið og fylgdu byssunni alla jafna um tvö þúsund hermenn. Þegar byssan var loks komin á áfangastað þurfti að setja hana saman og gat sú vinna tekið allt að fjóra daga. Þegar þeirri vinnu var lokið þurfti að stilla miðið á byssunni og gat það tekið nokkrar klukkustundir fyrir hverja og eina kúlu. Þetta gerði það að verkum að byssan, sem þurfti rúmlega tonn af púðri í hverja hleðslu, gat einungis skotið nokkrum kúlum á degi hverjum. Byssan var notuð að mjög takmörkuðu leyti eftir umsátrið um Sevastopol. Hún var þó notuð í Varsjáruppreisninni sumarið 1944 og var þá 30 skotum hleypt úr byssunni.

Eyðilögð af bandamönnum

Til stóð að nota Gustav þar sem árás á Leningrad var fyrirhuguð. Byssunni var komið fyrir 30 kílómetrum frá borgarmörkunum og var til þjónustu reiðubúin þegar hætt var við árásina. Byssan stóð óhreyfð fyrir utan borgarmörkin veturinn 1942–43 áður en hún var eyðilögð af bandamönnum. Dora hlaut sömu örlög og Gustav en Þjóðverjar sjálfir ákváðu að rífa hana áður en stríðinu lauk til að koma í veg fyrir að hún kæmist í óvinahendur. Eftir stóð minningin um ógnarstórt en umfram allt óhentugt risavopn – og áminningin um það að kapp er best með forsjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirsást þér þessi ástarsaga í Love Actually?

Yfirsást þér þessi ástarsaga í Love Actually?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingurinn í ísbúðinni – „Hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Hryllingurinn í ísbúðinni – „Hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er ofnskúffan með hallandi kant

Þess vegna er ofnskúffan með hallandi kant
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegar tekjur af „All I Want For Christmas Is U“

Ótrúlegar tekjur af „All I Want For Christmas Is U“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mennirnir sem voru afmáðir af spjöldum sögunnar

Mennirnir sem voru afmáðir af spjöldum sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri