Fuglaflensa hefur breiðst hratt út meðal fugla og nautgripa í Bandaríkjunum að undanförnu. Veiran hefur einnig borist í nokkrar manneskjur og er ein þeirra alvarlega veik.
The Guardian segir að dýrin hafi drepist á tímabilinu frá því seint í nóvember og fram í miðjan desember í Wild Felid Advocay Center.
Þrjú kattardýr hafa náð sér eftir að hafa smitast af veirunni en eitt er í lífshættu. Veiran hefur borist í rúmlega helming kattardýranna í athvarfinu.
Athvarfið hefur verið lokað fyrir almenningi síðustu þrjár vikur vegna veikinda dýranna. Í fyrstu var ekki vitað hvað amaði að þeim, annað en að um dularfull veikindi væri að ræða. Rannsókn leiddi síðan í ljós að um fuglaflensu var að ræða.
Kattardýr eru sérstaklega viðkvæm fyrir fuglaflensuveirunni sem getur orðið þeim að bana innan 24 klukkustunda frá því að þau smitast.