fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Pressan

Tuttugu stór kattardýr drápust úr fuglaflensu

Pressan
Föstudaginn 27. desember 2024 18:30

Fjallaljón hafa drepist úr fuglaflensu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bengaltígur, fjallaljón, gaupa og rauðgaupur og hafa drepist af völdum fuglaflensu. Dýrin voru öll í dýraathvarfi í Shelton í Washington í Bandaríkjunum. Í heildina hafa tuttugu kattardýr drepist í athvarfinu.

Fuglaflensa hefur breiðst hratt út meðal fugla og nautgripa í Bandaríkjunum að undanförnu. Veiran hefur einnig borist í nokkrar manneskjur og er ein þeirra alvarlega veik.

The Guardian segir að dýrin hafi drepist á tímabilinu frá því seint í nóvember og fram í miðjan desember í Wild Felid Advocay Center.

Þrjú kattardýr hafa náð sér eftir að hafa smitast af veirunni en eitt er í lífshættu. Veiran hefur borist í rúmlega helming kattardýranna í athvarfinu.

Athvarfið hefur verið lokað fyrir almenningi síðustu þrjár vikur vegna veikinda dýranna. Í fyrstu var ekki vitað hvað amaði að þeim, annað en að um dularfull veikindi væri að ræða. Rannsókn leiddi síðan í ljós að um fuglaflensu var að ræða.

Kattardýr eru sérstaklega viðkvæm fyrir fuglaflensuveirunni sem getur orðið þeim að bana innan 24 klukkustunda frá því að þau smitast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ótrúlegar tekjur af „All I Want For Christmas Is U“

Ótrúlegar tekjur af „All I Want For Christmas Is U“
Pressan
Í gær

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda