fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Pressan

Höfðu ekki verið dag án hvors annars í 35 ár – Svo kom stormurinn sem ástin gat ekki veðrað

Pressan
Föstudaginn 27. desember 2024 20:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jerry og Sibrina Barret voru samhent hjón og eyddu ekki degi í sundur þau rúmu 35 ár sem þau áttu saman. Þau unnu langan vinnudag, fóru aldrei í frí og eyddu takmörkuðum frítíma heima með ástkærum syni sínum. Þau lifðu samkvæmt þeirri speki að njóta lífsins á meðan þau lifðu því. Þar með lögðu þau litla áherslu á að spara fyrir ævikvöldið, sem Jerry segist þakklátur fyrir í dag.

Þann 26. september urðu draumar þeirra um að halda áfram að ganga saman lífsins veg að engu. Fellibylurinn Helene gekk yfir Flórída og sleit strenginn milli hjónanna með óafturkræfum hætti.

Þau höfðu lítið fylgst með veðurfréttum þegar fellibylurinn nálgaðist Flórída. Sibrina fór í vinnuna að vanda en tók eftir því að það var óvenju blautt úti. Loks hafði flætt svo mikið á bílastæðinu fyrir utan vinnuna hennar að vatnsyfirborðið náði upp að hurð bifreiðarinnar. Sibrinu var meinilla við að keyra í svona veðri svo hún bað Jerry að sækja sig í vinnuna.

Jerry lagði af stað en komst þó ekki á áfangastað út af vegalokunum. Sibrina sagði við hann í símann að hafa engar áhyggjur. Hann ætti að koma sér heim og bíða hennar þar. Sibrina kom þó aldrei heim. Jerry hafði ekki áttað sig á alvarleikanum svo hann hélt áhyggjulaus áfram að vinna og það hvarflaði ekki einu sinni að honum að samtímis var eiginkona hans að berjast fyrir lífi sínu.

Jerry frétti það síðar að áfram flæddi við vinnustað hennar. Hún og níu samstarfsmenn reyndu að leita skjóls ofan á traktor en það dugði ekki til. Þau hringdu á neyðarlínuna en þar voru allar línur uppteknar. Svo fór traktorinn á hliðina. Sumum tókst að koma sér aftur upp úr flóðinu en sex létu lífið, þar með talið Sibrina.

Líkamsleifar hennar fundust ekki fyrr en átta dögum síðar.

Jerry gagnrýnir vinnuveitanda Sibrinu fyrir að hafa stefnt starfsliði sínu í hættu. Starfsfólk fékk engar viðvaranir um flóðið heldur var því þvert á móti meinað að hætta að vinna fyrr en rafmagnið væri farið af. Þegar það loks gerðist voru allir vegir ófærir svo engin leið var fyrir viðbragðsaðila að koma til bjargar. Jerry er nú að stefna vinnuveitandanum fyrir dóm.

AP greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ótrúlegar tekjur af „All I Want For Christmas Is U“

Ótrúlegar tekjur af „All I Want For Christmas Is U“
Pressan
Í gær

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda