fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós

Pressan
Fimmtudaginn 26. desember 2024 13:30

Grænmeti er allra meina bót. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir frysta matvörur til að lengja líftíma þeirra og draga úr matarsóun. Þetta á meðal annars við um kjöt og brauð og einnig grænmeti en líftími þeirra er oft stuttur.

Með því að frysta matvæli er hægt að geyma þau mánuðum saman og nota þegar rétti tíminn rennur upp. Þetta er því mjög hentug lausn í amstri hversdagsins.

En það er til eitt grænmeti sem ekki er hægt að frysta eða geyma í dós sem dósamat með löngum endingartíma.

Þetta er salat. Ástæðan er að það er 95% vatn. Vatnið breytist í ískristala þegar það er fryst. Kristalarnir eyðileggja frumuveggina og salatið verður því mjúkt og nánast grautarkennt þegar það er látið þiðna.

Chow Hound segir að sérfræðingar segi að allt vatnið í salatinu frjósi og verði að ískristölum og þeir eyðileggi frumuuppbygginguna.

Hið mikla vatnsinnihald skýrir einnig af hverju salat er ekki sett í niðursuðudósir. Þá þarf oftast að gufusjóða matvælin og það myndi gjörbreyta salatinu.

Ef þú vilt lengja líftíma salats, þá er hægt að gera það með því að setja salatblöðin í poka, með rennilás, ásamt pappírsþurrkum. Pokanum er síðan lokað og hann settur í ísskápinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu
Pressan
Í gær

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Í gær

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“