Gott dæmi um þetta eru ofnskúffur en þær eru margar með hallandi kant á einni hliðinni. Þetta er eflaust eitthvað sem fólk hefur almennt ekki leitt hugann að. En þetta er ekki að ástæðulausu því kanturinn getur létt okkur lífið en samt sem áður notar fólk þennan möguleika ekki mjög mikið.
Chip skýrir frá þessu og bendir á að margir láti hallandi kantinn vísa fram þegar þeir setja skúffuna inn í ofninn.
Þá er auðveldara að færa bakkelsið til eða taka grænmetið út og setja á disk þegar maturinn er tilbúinn.
En sérfræðingar segja að þetta sé ekki hugsunin á bak við hallandi kantinn.
Hann er þarna af allt annarri ástæðu og á að vísa inn í ofninn.
Með því að hafa hann hallandi og láta vísa inn í ofninn, þá batnar loftflæðið í ofninum og hitinn dreifist jafnt þannig að kökur, eða það sem er í ofninum hverju sinni, eldast jafnt, óháð hvar það er á í skúffunni.