En hefur þú hugleitt tímasetningu á hvenær þú borðar banana? Það er að segja, hvenær dags þú færð þér einn slíkan. Rannsóknir hafa sýnt að það getur verið gott að borða banana skömmu áður en farið er að sofa.
Bananar eru uppspretta kolvetna og C- og B6-vítamíns. Þeir innihalda einnig kalíum, járn og magnesíum.
Eitt af því sem mörgum yfirsést kannski er að þeir hafa góð áhrif á svefninn. Í rannsókn, sem vísindamenn við University of Extremadura, gerðu kom fram að það að borða banana eftir kvöldmat getur haft jákvæð áhrif á svefninn. Ástæðan er að bananar innihald tryptófan, sem er amínósýra, sem er notuð í lyfjum til að hjálpa fólki, sem glímir við svefntruflanir, að sofa.