Lagið var fyrst gefið út 1994 og hefur síðan snúið aftur á vinsældalista ár hvert. Lagið er ellefta söluhæsta lagið frá upphafi.
Það hefur ítrekað komist inn á topp 100 á Billboard Top listanum.
Eftir því sem segir í umfjöllun LADbible þá hefur Carey haft töluvert upp úr krafsinu á þeim 30 árum sem eru liðin síðan lagið kom fyrst út.
Segir miðillinn að hún fái um 2,5 milljónir dollara á ári fyrir lagið.
Megnið at tekjunum koma frá streymisveitum á borð við Spotify og Apple Music.