Þetta sagði Nicole Robinson, 42 ára, í samtali við The Sun. Hún biður unnusta sinn, Fabrice Williams, 33 ára, að klæðast jólasveinabúningi þegar kemur að því að stunda kynlíf.
Hún segir að jólasveinninn sé það mest æsandi sem hún veit og hún elski þegar Williams setur stórt jólasveinaskeggið á sig fyrir ástarleiki.
Hún segist elska jólin og allt sem þeim fylgi en það besta við þau sé jólasveinninn, hann sé svo æsandi.
Hún sagði að þegar hún bað Williams í fyrsta sinn um að fara í jólasveinabúning og setja á sig hvítt skegg hafi hann ekki kippt sér vitund upp við það.
„Ef ég hitti jólasvein með alvöru skegg, þá er það enn meira æsandi,“ sagði hún.