fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Jólasveinninn kom í heimsókn og úr varð blóðbað

Pressan
Fimmtudaginn 26. desember 2024 22:00

Bruce Pardo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var 24. desember 2008. Í Covina, sem er úthverfi í Los Angeles í Kaliforníu, ætlaði Ortega-fjölskyldan að eiga rólegt aðfangadagskvöld. Í heildina voru 25 fjölskyldumeðlimir samankomnir heima hjá Joseph og Alica Ortega.

Þegar hin átta ára Katarina Yuzefpolsky sá hreyfingu utan við gluggann, gekk hún að honum til að kanna hver væri þar á ferð. Henni til mikillar gleði sá hún að þetta var ekki bara einhver, þetta var „jólasveinninn“ sem gekk upp að húsinu.

Hún hrópaði hátt: „Sjáið, þetta er jólasveinninn!“ Síðan hljóp hún að útidyrunum til að taka á móti honum. Sem betur fer hafði hún ekki neina hugmynd um hvað beið hennar.

Þegar hún opnaði dyrnar stóð Bruce Jeffrey Pardo, 45 ára, fyrir utan. Hann var klæddur sem jólasveinn frá toppi til táar. En hann var ekki með poka fullan af gjöfum fyrir börnin. Þess í stað var hann með hlaðin skotvopn og önnur tól til að fremja fjöldamorð.

Skotin í andlitið

Katarina náði líklega ekki að átta sig á hvað var að gerast áður en Bruce skaut hana í andlitið. Svo ótrúlegt sem það kann að virðast, þá lifði hún skotið af.

Algjör ringulreið braust út í húsinu en það hafði engin áhrif á Bruce sem gekk ískaldur inn í húsið og beint að öðrum fjölskyldumeðlimum.

Hann var með bensínbrúsa, pakkaðan inn í jólapappír, ásamt fjórum 9 mm skammbyssum.

Þegar upp var staðið hafði hann skotið 9 fjölskyldumeðlimi, á aldrinum 17 til 80 ára, til bana.

Vildi hefna sín á fyrrum eiginkonu sinni

Móðir Katarina, Leticia, var systir Sylvia fyrrum eiginkonu Bruce. Hún horfði skelfingu lostin á þegar dóttir hennar var skotin í andlitið. Hún náði taki á dóttur sinni og síðan hlupu þær saman á brott frá húsinu.

En það voru ekki allir veislugestir sem náðu að forða sér og sínum frá Bruce.

Los Angeles Times segir að næstu fórnarlömb Bruce hafi verið tveir bræður Sylvia.

Hún og Bruce gengu í hjónaband í janúar 2006 en þau höfðu þekkst síðan 2004. Hjónabandið var stormasamt og að lokum ákvað hún að halda lífi sínu áfram án Bruce.

Hún fékk góðan stuðning og hjálp frá fjölskyldu sinni og 18. desember 2008 var gengið endanlega frá skilnaði þeirra. Sylvia horfði fram á veginn og hlakkaði til að geta haldið áfram að lifa lífinu án Bruce.

Drap ættingjana einn af öðrum

Irma Chapa Ortega, frænka Sylvia, slapp naumlega lifandi frá Bruce. Fyrir dómi sagði hún frá því hvernig ástvinir hennar hefðu verið teknir af lífi af hinum hefndarþyrsta Bruce.

Eins og áður sagði skaut Bruce tvo bræður Sylvia til bana. Hann skaut þá mörgum skotum þegar þeir reyndu að stöðva hann. Á meðan leituðu aðrir fjölskyldumeðlimir skjóls undir matarborðinu.

Joseph og Alica með börnum sínum. Myndin var tekin 2005.

 

 

 

 

 

 

Eftir að hafa skotið Katarina í andlitið og síðan drepið bræðurna hélt Bruce áfram að skjóta fjölskyldumeðlimi. Áttræður faðir Sylvia, Joseph, var þeirra á meðal sem og móðir hennar, hin sjötuga Alica. Hann skaut Sylvia einnig til bana en hún hafði falið sig með foreldrum sínum.

Kveikti í húsinu

Þegar hann hafði skotið fólkið til bana tók hann jólapappírinn utan af bensínbrúsanum og úðaði bensíni víða um húsið. Því næst bar hann eld að því. Á meðan eldurinn brenndi það sem fyrir varð stillti hann bensínbrúsanum upp í húsinu í þeirri von að hann myndi springa.

Því næst fór hann út og settist inn í bílinn sinn og skipti um föt og ók á brott.

Inni í húsinu lágu særðir og látnir fjölskyldumeðlimir en sumum hafði tekist að forða sér út. 16 ára stúlka var skotin í bakið en lifði af. Tvítug kona ökklabrotnaði þegar hún hoppaði út um glugga á annarri hæð. Þriðji fjölskyldumeðlimurinn náði að flýja yfir til nágranna og hringja í lögregluna.

Mikið eldhaf

Það tók 80 slökkviliðsmenn tæplega tvær klukkustundir að slökkva eldinn. Húsið var gjörónýtt. Bandarískir fjölmiðlar segja að logarnir hafi verið allt að 15 metra háir.

Húsið brann til kaldra kola.

 

 

 

 

 

 

Líkin voru svo illa farinn eftir eldinn að réttarmeinafræðingar urðu að styðjast við tannlæknaskýrslur til að bera kennsl á þau.

Eitt fórnarlambið, hinn 17 ára Michael Ortega, lést þegar bensínbrúsinn sprakk.

Hafði skipulagt flóttann

Bruce hafði í hyggju að sleppa frá þessu öllu og hafði undirbúið þetta og flótta sinn vel. Hann hafði keypt sér flugmiða og gerði ráð fyrir að komast á brott. En hann hafði ekki reiknað með hversu mikið eldhafið varð. Hann var í jólasveinabúningi, sem var að mestu úr eldfimum gerviefnum, og hlaut hann alvarleg brunasár í eldinum þegar búningurinn bráðnaði inn í húð hans.

Hann ók því heim til bróður síns, sem bjó um 8 km frá morðvettvanginum. Hann hafði áttað sig á að hann kæmist ekki undan vegna þeirra alvarlegu áverka sem hann hafði hlotið.

Þegar hann kom heim til bróður síns skaut hann sig í höfuðið.

Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún jólasveinabúninginn, eða það sem var eftir af honum, í bílnum auk bensínbrúsa og skotfærakassa. Í íbúð bróðurins var Bruce. Hann var látinn þegar að var komið.

Jólasveinabúningurinn var í bílnum.

 

 

 

 

 

 

 

Þrettán börn misstu báða forledra sína í blóðbaðinu og tvö til viðbótar misstu annað foreldri sitt.

Byggt á umfjöllun Associated Press, Wikipedia, Los Angeles Times, NBC, USA Today og fleiri miðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar