fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Hjálpaði unnustunni við heimilisþrifin í fyrsta sinn – Endaði með skelfingu

Pressan
Fimmtudaginn 26. desember 2024 12:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá flestum pörum og hjónum er það líklega, og vonandi, þannig að báðir aðilar hjálpast að við hin ýmsu heimilisstörf. En það er ekki þannig hjá öllum.

Það var einmitt þannig sem það var hjá Nathan Marsh, 26 ára Walesverja, og Bethan Walling, 26 ára unnustu hans. Hún sá ein um þrifin.

Dag einn bað hún Nathan um aðstoð við þrifin og varð hann við þeirri beiðni hennar. Það var því stór stund þegar hann tók loksins til hendinni á heimilinu.

En hann sá nær samstundis eftir að hafa samþykkt að hjálpa til. Ástæðan er að fjögurra vikna sjúkrahúsdvöl og sex vikur í gipsi eru engin skemmtun.

Mirror hefur eftir Bethan að hún hafi fundið Nathan liggjandi fyrir neðan stigann og hafi hann verið flæktur í ryksugusnúruna og hafi ekki getað gengið.

Hún sagðist í fyrstu hafa talið að hann væri að grínast en fljótlega hafi komið í ljós að svo var ekki. Hún hjálpaði honum upp í sófa og hringdi síðan eftir sjúkrabíl.

Gangurinn var of þröngur til að hægt væri að aka Nathan út í hjólastól og því þurftu sjúkraflutningsmenn að kalla eftir aðstoð slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn komu því á vettvang og aðstoðuðu við að koma honum út úr húsinu. Það tókst með því að festa hann við planka og bera þannig út.

Bethan sagði að Nathan sé á batavegi og losni ekki við að taka þátt í heimilisstörfunum þrátt fyrir þetta óhapp. Hann sjái þó aðallega um uppvaskið því hann sé ansi góður í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu
Pressan
Í gær

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Í gær

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“