Þegar þau komu í verslunina fór El Marie til að sinna sínum erindum þar og Gabe hljóp annað til að sinna sínum erindum. Þegar El Marie beið í röð við afgreiðslukassa stoppaði ókunnug kona hjá henni og sagði:
„Sonur þinn er frábær. Hann er algjör engill.“
Hún leit í kringum sig og sá þá nokkra starfsmenn Target á hlaupum og gefandi henni undarlegt augnaráð. Einn starfsmaðurinn hélt á gjafapappír. Skyndilega kom Gabe hlaupandi og sagði:
„Mamma, ekki horfa. Ekki koma strax. Ég er ekki búinn með gjöfina þína.“
El Marie segist hafa verið orðin ansi ringluð þarna. Allt í kringum hana brosti fólk, það var eins og allir vissu hvað var að gerast nema hún. Þegar hún kom að afgreiðslukassanum sagði kassadaman henni að hún ætti frábæran son. Hún borgaði það sem hún var að kaupa og varð sífellt ringlaðri. Við útganginn hitti hún Gabe sem hélt á stórum pakka.
„Mamma, ég heyrði þið segja að þig langaði i þetta, ég vona að þú verðir ánægð með þetta þegar þú opnar pakkann.“
Það dró ekki úr undrun El Marie að Gabe var með innpakkaða gjöf því í Target er ekki boðið upp á innpökkun gjafa. Gabe hafði ekki viljað að hún sæi gjöfina fyrir jól svo hann hafði fengið starfsfólkið til að pakka henni inn. El Marie hafði einnig áhyggjur af hvernig hann hefði greitt fyrir gjöfina og spurði hann hvernig hann hefði haft efni á þessu.
„Þegar kom að því að borga voru þetta 80 dollarar. Ég var ekki með svo mikið en sagði þeim að ég vildi koma þér á óvart. Þá borgaði kona, sem var fyrir aftan mig í röðinni, þessa 60 dollara sem vantaði upp á.“
El Marie segir að henni hafi brugðið við þetta og hafi spurt Gabe hvort hann hafi ekki þakkað konunni fyrir.
„Já, mamma . . . . Ég faðmaði hana, ég þakkaði henni mikið og sagði: „Guð blessi þig.““
Á jóladag tók Gabe myndband af því þegar móðir hans opnaði pakkann en í honum var úlpa en hann hafði heyrt hana segja að hana vantaði nýja úlpu.