En er hollt að drekka vín reglulega? Lauran Manaker, næringarfræðingur, segir að hófleg neysla víns, þá er átt við léttvín, geti haft heilsufarslegan ávinning og nefnir rauðvín sérstaklega í þessu sambandi.
Hér á eftir verður stiklað á stóru um niðurstöður rannsókna á ávinningnum af að drekka rauðvín.
Rauðvínsdrykkja getur gert hjartanu gott. Niðurstöður margra rannsókna tengja rauðvínsdrykkju við bætt heilbrigði hjartans, til dæmis minna af LDL-blófitu, betri blóðþrýsting og blóðflæði. Andoxunarefni og flavóníðar geta dregið úr hættunni á blóðtöppum og bætt heilbrigði æðanna. EatingWell skýrir frá þessu.
Rauðvín vinnur gegn bólgum, aðallega vegna andoxunarefnanna sem eru í því.
Rauðvín getur dregið úr líkunum á andlegri hrörnun. Niðurstöður sumra rannsókna benda til að hófleg rauðvínsdrykkja geti dregið úr líkunum á andlegri hrörnun og taugasjúkdómum á borð við Alzheimers. Þarna koma andoxunarefnin enn og aftur við sögu.
En rauðvínsdrykkja á hverju kvöldi getur haft neikvæð áhrif á fólk. Til dæmis getur áfengi stytt REM-svefninn en það hefur áhrif á minnið og tilfinningastjórnun.
Vín getur dregið úr áhrifum sumra lyfja, þar á meðal ofnæmislyfja, kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja.
Áfengi er krabbameinsvaldandi og langvarandi notkun þess getur aukið hættuna á ýmsum tegundum krabbameins.
Regluleg áfengisneysla getur aukið líkurnar á að fólk verði háð áfengi. Hún getur einnig aukið líkurnar á heilsufarsvanda á borð við lifrarskaða og hjartsláttartruflunum.