fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Pressan
Miðvikudaginn 25. desember 2024 15:30

Rauðvín er einn vinsælasti áfengi drykkurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vín er einn vinsælasti áfengi drykkurinn í heiminum og hefur verið það öldum saman ef ekki árþúsundum saman. Þetta á sérstaklega við um rauðvín sem er mikilvægur hluti í Miðjarðarhafsmataræðinu svokallaða.

En er hollt að drekka vín reglulega? Lauran Manaker, næringarfræðingur, segir að hófleg neysla víns, þá er átt við léttvín, geti haft heilsufarslegan ávinning og nefnir rauðvín sérstaklega í þessu sambandi.

Hér á eftir verður stiklað á stóru um niðurstöður rannsókna á ávinningnum af að drekka rauðvín.

Rauðvínsdrykkja getur gert hjartanu gott. Niðurstöður margra rannsókna tengja rauðvínsdrykkju við bætt heilbrigði hjartans, til dæmis minna af LDL-blófitu, betri blóðþrýsting og blóðflæði. Andoxunarefni og flavóníðar geta dregið úr hættunni á blóðtöppum og bætt heilbrigði æðanna. EatingWell skýrir frá þessu.

Rauðvín vinnur gegn bólgum, aðallega vegna andoxunarefnanna sem eru í því.

Rauðvín getur dregið úr líkunum á andlegri hrörnun. Niðurstöður sumra rannsókna benda til að hófleg rauðvínsdrykkja geti dregið úr líkunum á andlegri hrörnun og taugasjúkdómum á borð við Alzheimers. Þarna koma andoxunarefnin enn og aftur við sögu.

En rauðvínsdrykkja á hverju kvöldi getur haft neikvæð áhrif á fólk. Til dæmis getur áfengi stytt REM-svefninn en það hefur áhrif á minnið og tilfinningastjórnun.

Vín getur dregið úr áhrifum sumra lyfja, þar á meðal ofnæmislyfja, kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja.

Áfengi er krabbameinsvaldandi og langvarandi notkun þess getur aukið hættuna á ýmsum tegundum krabbameins.

Regluleg áfengisneysla getur aukið líkurnar á að fólk verði háð áfengi. Hún getur einnig aukið líkurnar á heilsufarsvanda á borð við lifrarskaða og hjartsláttartruflunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót