Þegar við hugsum um gular tennur, þá tengjum við þær oft við mataræði eða lélega tannhirðu. Það er auðvitað rétt að sumar matar- og drykkjartegundir á borð við kaffi, te og rauðvín geta ýtt undir mislitar tennur. Þessar drykkjartegundir innihalda litarefni sem bindast auðveldlega við tennur og skilja eftir sig gulan lit.
Koffínlaust kaffi og te getur einnig valdið gulum tönnum því vandinn er ekki bara í koffíninu, heldur einnig í litarefnunum.
En þótt þú forðist þessar litasprengjur algjörlega, þá byrja tennurnar að gulna með tímanum.
Sérfræðingar segja að ein helsta ástæðan fyrir gulum tönnum sé svolítið sem við ráðum ekki við – aldur. Með aldrinum slitnar glerungurinn smám saman. Undir honum er dentín sem er gulleitt. Þegar glerungurinn þynnist, byrjar dentínið að skína í gegn og því líta tennurnar út fyrir að vera gular.
Þess utan skipta erfir máli. Sumir fæðast með þykkan og sterkan glerung en aðrir með þunnan glerung og eru því líklegri til að fá mislitar tennur.
Það er auðvitað ekki hægt að stöðva öldrunarferlið eða breyta erfðum en það er hægt að gera ákveðna hluti til að halda aftur af mislituninni. Þú getur forðast að drekka kaffi, te, rauðvín og dökka gosdrykki. Notkun á vörum, sem vernda glerunginn, er einnig gagnlegt, til dæmis flúortannkrem. Einnig er gott að láta hreinsa og pússa tennurnar öðru hvoru hjá tannlækninum.
En þótt þú gerir þetta, þá mun aldurinn að lokum hafa sigur.