fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Pressan
Þriðjudaginn 24. desember 2024 14:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum flest heyrt þetta margoft – það eru margar góðar ástæður fyrir að draga úr skjánotkun barna og ungmenna. En miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar þá er enn meiri ástæða til að vera meðvituð/aður um skjávana þeirra.

Niðurstaða rannsóknar, sem vísindamenn við Syddansk háskólann í Danmörku, gerðu sýnir að andleg líðan barna og ungmenna batnar ef fjölskyldan leggur skjáina frá sér í frítíma sínum.

Jesper Schmidt-Person, meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við TV2 að rannsóknin hafi leitt í ljós að það dragi mjög úr vandamálum barna og ungmenna í samskiptum þeirra við jafnaldra sína ef þau leggja skjáina frá sér. Það sama eigi við um kvíða, depurð og þunglyndi, það dragi mjög úr því ef þau eyði minna tíma við skjáinn.

Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem sýnir tengsl á milli skjánotkunar barna og andlegrar líðanar þeirra. En það nýja er að nú er orsakasamhenginu slegið föstu.

Schmidt-Persson benti á að fyrri rannsóknir hafi verið takmarkaðar að ákveðnu leyti  og því hafi ekki verið vitað með vissu hvort það væri skjánotkunin sem gerði andlegu heilsuna verri. Nýja rannsóknin sé hins vegar þannig úr garði gerð að með miklu meira öryggi sé hægt að segja að svo sé og að einnig sjáist að það sé ávinningur af því að skera skjátímann niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“