fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Pressan
Þriðjudaginn 24. desember 2024 15:30

Susan Dorrohs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju aðfangadagskvöldi, svo langt aftur sem John Dorrohs mundi, hafði móðir hans horfið að heiman í nokkrar klukkustundir. Fjölskyldan var alltaf jafn hissa á þessu en fékk aldrei neinar skýringar. Móðirin, Susan, umlaði alltaf eitthvað óskýrt um að hún þyrfti að sinna einhverjum erindum og lét sig hverfa. Þetta var mjög ólíkt henni því hún var mjög skipulögð kona og lét aldrei neitt bíða fram á síðustu stundu. Til dæmis byrjaði hún oft að kaupa jólagjafir í ágúst.

Það var ekki fyrr en Susan látinni að John og fjölskyldan fengu skýringu á af hverju hún hafði alltaf látið sig hverfa á aðfangadagskvöld. Eftir andlátið fékk John bréf frá manni að nafni Robert en hann var fyrrum samstarfsmaður Susan. Þegar John las bréfið áttaði hann sig strax á að Robert og móðir hans voru meira en bara vinnufélagar. Susan hafði átt sér leyndarmál sem hún vildi af einhverjum ástæðum ekki segja fjölskyldu sinni.

John Dorrohs.

Ástæðan fyrir fjarveru hennar á aðfangadagskvöldi var að hún hafði mikilvægu verkefni að sinna, verkefni sem þurfti alltaf að sinna á sama tíma og á sama hátt á hverju ári. Hún fór heim til Robert klædd sem jólasveinamóðir og gaf börnum hans jólagjafir en Robert og eiginkona hans höfðu ekki efni á að kaupa gjafir handa börnunum.

„Kæri John, ég vil gjarnan segja þér hversu mikils fjölskylda mín og ég metum það sem móðir þín gerði fyrir okkur öll þessi ár. Á hverju aðfangadagskvöldi kom móðir þín heim til okkar klædd sem jólasveinamóðir og veitti börnunum mínum það jólakvöld sem við höfðum ekki efni á. Hún gaf þeim skó, peysur, buxur, leikföng og nammi.“

Gjafir opnaðar.

Það er því óhætt að segja að Susan hafi verið með stórt hjarta. John vissi svo sem að móðir hans var frábær kona en hann hafði enga hugmynd um þetta leyndarmál hennar sem hún vildi greinilega ekki að neinn vissi af og vildi ekki fá neina viðurkenningu fyrir það sem hún gerði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“