fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Pressan
Þriðjudaginn 24. desember 2024 14:30

KFC er gríðarlega vinsælt á aðfangadag í Japan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólamaturinn hefur valdið fjölskyldudeilum, ofáti og vanlíðan. Óháð því hvað er á boðstólum þá er jólamaturinn líklegast ein vinsælasta og umtalaðasta máltíð ársins. Þetta er einnig máltíðin sem á að vera nákvæmlega eins og hún var á síðasta ári og öll árin þar á undan. En hvað ef það væri ekki hangikjöt, svínakjöt, kalkúnn, rjúpur eða annar hefðbundinn matur á borðum á aðfangadag heldur heimsþekktur skyndibiti? Hvað myndi þér finnast um það?

En þannig er það hjá mörgum í Japan. Þar er gríðarlega vinsælt að borða djúpsteiktan kjúkling frá Kentucky Fried Chicken (betur þekkt sem KFC) um jólin. „KFC er klárlega orðið fastur hluti af jólahaldinu í Japan. Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar að borða djúpsteiktan kjúkling um jólin,“ hefur Danska ríkisútvarpið eftir Natsuki Maruyama, sem býr í Osaka en bjó í Danmörku á síðasta ári. Hún sagðist ekki vera hrifin af skyndibitafæði en um jólin finnist henni það bara tilheyra. Hjá fjölskyldu hennar er venja að borða djúpsteiktan kjúkling á aðfangadag en það er hefð sem margar milljónir Japana hafa tekið upp.

Ekki er vitað með vissu hvernig þessi siður hófst en vitað er að KFC opnaði fyrsta veitingastað sinn í landinu í Nagoya 1970.  Upp frá því virðist þessi siður hafa orðið til en mörgum sögum fer af því hvernig þetta þróaðist og breiddist út um landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“