Biden er nú að fara í gegnum síðustu daga sína í embætti áður en Donald Trump tekur við embætti, en Trump hefur sjálfur talað fyrir því að fjölga dauðarefsingum meðal alríkisfanga.
Hefur hann talað fyrir því að þeir sem brjóta kynferðislega gegn börnum, innflytjendur sem bana bandarískum ríkisborgum og þeir sem gerast sekir um mansal geti átt dauðarefsingu yfir höfði sér.
Þetta mun þýða að aðeins þrír alríkisfangar verða enn á dauðadeild þegar nýtt ár gengur í garð.
Þetta eru þeir Dylann Roof, sem drap níu manns í kirkju svartra í Suður-Karólínu árið 2015, Dzokhar Tsarnaev, sem hlaut dauðadóm vegna sprengjuárásarinnar í Boston-maraþoninu árið 2013, og Robert Bowers, sem skaut ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh árið 2018.