fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi

Pressan
Mánudaginn 23. desember 2024 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að 37 af 40 alríkisföngum sem sitja á dauðadeild verði ekki teknir af lífi og dómum þeirra breytt í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

Biden er nú að fara í gegnum síðustu daga sína í embætti áður en Donald Trump tekur við embætti, en Trump hefur sjálfur talað fyrir því að fjölga dauðarefsingum meðal alríkisfanga.

Hefur hann talað fyrir því að þeir sem brjóta kynferðislega gegn börnum, innflytjendur sem bana bandarískum ríkisborgum og þeir sem gerast sekir um mansal geti átt dauðarefsingu yfir höfði sér.

Þetta mun þýða að aðeins þrír alríkisfangar verða enn á dauðadeild þegar nýtt ár gengur í garð.

Þetta eru þeir Dylann Roof, sem drap níu manns í kirkju svartra í Suður-Karólínu árið 2015, Dzokhar Tsarnaev, sem hlaut dauðadóm vegna sprengjuárásarinnar í Boston-maraþoninu árið 2013, og Robert Bowers, sem skaut ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina