fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Pressan
Mánudaginn 23. desember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski þingmaðurinn Kay Granger er kominn nokkuð til ára sinna, en hún varð 81 árs á þessu ári. Án þess að nokkur tæki sérstaklega eftir því hafði hún verið fjarverandi á þingfundum síðan í júlí. Hún var þó enn að birta færslur á samfélagsmiðlum og allt virtist í lagi. Síðan greindu fjölmiðlar frá því að þingmaðurinn væri kominn á heimili fyrir heilabilaða, enda með alvarleg elliglöp. Enginn var látinn vita af þessum heilsubresti þingmannsins sem hafði enn verið á fullum launum. Granger var flutt á heimilið eftir að hún fannst illa áttuð á ráfi í hverfi sínu.

Fjölskylda hennar þvertekur fyrir að Granger sé á heimili fyrir heilabilaða. Hún hafi fengið nóg af íbúð sinni í Fort Worth og ákveðið að flytja í sjálfstæða búsetu fyrir aldraða. Sonur hennar viðurkenndi þó að í búsetuúrræðinu sé boðið upp á aðstoð fyrir fólk sem glímir við heilabilun, og gengst við því að móðir hans glími við ákveðna skerðingu.

Talsmaður Granger gaf út yfirlýsingu fyrir hennar hönd eftir fréttaflutninginn: „Ég er djúpt snortin yfir umhyggjunni og áhyggjunum sem ég hef fengið undanfarna daga. Eins og margir í fjölskyldu minni, vinir og samstarfsfélagar vita þá hef ég verið að glíma við ófyrirséðan heilsubrest undanfarið ár. Síðan í september hefur heilsufarinu farið mjög hrakandi sem gerði að verkum að tíð ferðalög til Washington voru bæði erfið og ófyrirsjáanleg.“

Samstarfsfélagar hennar í Repúblikanaflokknum hafa þó lýst yfir óánægju sinni með þessi endalok á pólitískum ferli Granger. Að hún hafi bara laumað sér í burtu og ekki gert neinar ráðstafanir til að tryggja að atkvæði þingsætis hennar gæti nýst flokknum, sem hefur mjög nauman meirihluta á þingi. Einnig hljóti Granger og fjölskylda hennar að hafa vitað um veikindin þegar hún sóttist eftir endurkjöri árið 2022.

Það var miðillinn Dallas Express sem vakti fyrst athygli á málinu og sagði málið vekja áleitnar spurningar. Svo sem hvers vegna kjósendum í kjördæmi Granger í Texas hafi ekki verið greint frá stöðunni, hvers vegna kjördæmið hafi í reynd ekki átt sér fulltrúa á þingi í næstum því hálft ár án þess að eftir því yrði tekið og hvers vegna Granger sagði ekki af sér þingmennsku þegar hún greindist með elliglöp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina